Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

752. fundur 19. desember 2019 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geislagata 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2019 þar sem Steinunn M. Guðmundsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 9 við Geislagötu. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla, greinargerð vegna förgunar og teikningar eftir Steinunni M. Guðmundsdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Spítalavegur 11 / Tónatröð 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að hefja framkvæmdir við niðurrif innveggja að hluta samkvæmt meðfylgjandi teikningu af húsinu nr. 11 við Spítalaveg, mhl. 03, vegna fyrirhugaðra breytinga á húsinu.
Byggingarfulltrúi heimilar umbeðið niðurrif en ekki uppbyggingu nýrra veggja.

3.Sjafnarstígur 3 - fyrirspurn vegna stækkunar húss

Málsnúmer 2019100130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2019 þar sem Haukur Haraldsson fyrir hönd Oddfellowhússins Sjafnarstíg 3, kt. 530995-2329, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka hús nr. 3 við Sjafnarstíg. Meðfylgjandi eru fyrirspurnarteikningar eftir Hauk Haraldsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina.

4.Kaupvangsstræti 8-10-12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innan- og utanhúss

Málsnúmer 2019100306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2019 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og nýrri aðkomu að rými undir Gilsbakkavegi í húsi nr. 8-10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Gleráreyrar 1 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2019120242Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. desember 2019 þar sem Svava Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, leggur fram fyrirspurn um möguleika á lítilli viðbyggingu norðan á húsið nr. 1 við Gleráreyrar.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina.

6.Strandgata 3 - fyrirspurn vegna klæðningar

Málsnúmer 2019120039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Strandgötu 3, húsfélags, kt. 580401-3090, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar álklæðningar á hvíta fleti hússins nr. 3 við Strandgötu. Meðfylgjandi er sérteikning eftir Kára Magnússon.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina.

Fundi slitið - kl. 13:20.