Gleráreyrar 1 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2019120242

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 17. desember 2019 þar sem Svava Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, leggur fram fyrirspurn um möguleika á lítilli viðbyggingu norðan á húsið nr. 1 við Gleráreyrar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggð verði viðbygging í samræmi við fyrirspurn. Ekki er talin þörf á breytingu deiliskipulags, með vísun í heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 752. fundur - 19.12.2019

Erindi dagsett 17. desember 2019 þar sem Svava Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., leggur fram fyrirspurn um möguleika á lítilli viðbyggingu norðan á húsið nr. 1 við Gleráreyrar.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina.