Geislagata 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120138

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 752. fundur - 19.12.2019

Erindi dagsett 11. desember 2019 þar sem Steinunn M. Guðmundsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 9 við Geislagötu. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla, greinargerð vegna förgunar og teikningar eftir Steinunni M. Guðmundsdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 756. fundur - 31.01.2020

Erindi dagsett 11. desember 2019 þar sem Steinunn M. Guðmundsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 9 við Geislagötu. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Eflu og teikningar eftir Steinunni M. Guðmundsdóttur. Jafnframt er samkvæmt nýju erindi dagsettu 28. janúar 2020 sótt um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir flóttastigahúsi á norðurhlið hússins, sbr. áður samþykktar teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin ný gögn 29. janúar 2020.
Bygginarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um lokafrágang brunahönnunar.

Umsækjandi skal skila tímasettri framkvæmdaáætlun vegna endurbóta sem gera þarf á húsinu í samræmi við brunahönnun hússins fyrir 1. maí 2020.