Þórunnarstræti, dælustöð Norðurorku - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018020299

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 667. fundur - 22.02.2018

Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 669. fundur - 08.03.2018

Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 5. mars 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 671. fundur - 22.03.2018

Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið með fyrirvara um aðgerðir ef hávaði frá stöðinni gagnvart nálægum húsum fer yfir leyfileg viðmiðunarmörk staðla og reglugerða.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 673. fundur - 13.04.2018

Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Anton Örn Brynjarsson.

Erindið var samþykkt þann 22. mars 2018 með fyrirvara um aðgerðir ef hávaði frá varaaflsvél færi yfir leyfileg mörk reglugerða.

Erindi dagsett 11. apríl 2018 frá Antoni Benjamínssyni þar sem hann fyrir hönd Norðurorku óskar eftir að þessi fyrirvari verði felldur niður.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið þar sem um er að ræða starfsemi sem ætluð er í neyð.