Strandgata 9, íbúð 302 - breytt skráning

Málsnúmer 2017110423

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Steinaskjóls ehf., kt. 590516-1550, sækir um breytt skráningu á íbúð 302 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Steinaskjóls ehf., kt. 590516-1550, sækir um breytta skráningu á íbúð 302 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið um breytta skráningu hússins þar sem það er á miðbæjarsvæði þar sem atvinnurekstur er heimill samkvæmt gildandi aðalskipulagi og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 671. fundur - 22.03.2018

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Steinaskjóls ehf., kt. 590516-1550, sækir um breytta notkun á íbúð 302 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar. Skiplagsráð hefur tekið jákvætt í erindið. Innkomið er samþykki allra meðeigenda í húsi.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.