Lækjargata 3 - umsókn um að breyta bílgeymslu í gestaíbúð

Málsnúmer 2017100126

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf., kt. 620202-4010, sækir um að breyta skráningu á bílgeymslu í gestaíbúð (íbúðarrými) til einkanota. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Halldór Guðmundsson.
Samkvæmt deiliskipulagi er ekki krafa um bílgeymslu á lóðinni og getur skipulagsráð því fallist á að bílgeymslunni verði breytt í íbúðarrými sem tilheyri einbýlishúsinu á lóðinni. Byggingarfulltrúi afgreiði umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 653. fundur - 09.11.2017

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf. sækir um að breyta bílageymslu í gestaíbúð til einkanota. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Guðmundsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 656. fundur - 30.11.2017

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf. sækir um að breyta skráningu á bílgeymslu í gestaíbúð til einkanota. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 28. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 658. fundur - 14.12.2017

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf. sækir um að breyta skráningu á bílgeymslu í gestaíbúð til einkanota. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 7. desember 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.