Árstígur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöð

Málsnúmer 2017040121

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 24. apríl 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóðinni nr. 2 við Árstíg. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason og yfirlýsing um kvöð á lóð nr. 2 við Árstíg.

Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 24. apríl 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóðinni nr. 2 við Árstíg. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna erindið á fundi 10. maí 2017. Erindið var grenndarkynnt frá 16. maí með athugasemdafresti til 14. júní 2017. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 638. fundur - 07.07.2017

Erindi dagsett 24. apríl 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóðinni nr. 2 við Árstíg.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.