Daggarlundur 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015030175

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 533. fundur - 26.03.2015

Erindi dagsett 17. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 535. fundur - 09.04.2015

Erindi dagsett 17. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 1. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 615. fundur - 12.01.2017

Erindi dagsett 3. janúar 2016 þar sem Elvar Magnússon sækir um leyfi fyrir lóðarvegg milli lóðanna Daggarlundar 8 og 6 sem og milli Daggarlundar 8 og 10. Innkomnar nýjar teikningar 3. janúar 2017 eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 635. fundur - 15.06.2017

Erindi dagsett 3. janúar 2016 þar sem Elvar Magnússon sækir um leyfi fyrir lóðarvegg milli lóðanna Daggarlundar 8 og 6 sem og milli Daggarlundar 8 og 10. Innkomnar nýjar teikningar 9. febrúar 2017 eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 660. fundur - 04.01.2018

Erindi dagsett 19. desember 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Elvars Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Daggarlund. Sótt er um að stækka verönd, breyta innra skipulagi og stoðveggjum á lóðarmörkum.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 677. fundur - 09.05.2018

Erindi dagsett 19. desember 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Elvars Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Daggarlund. Sótt er um að stækka verönd, breyta innra skipulagi og stoðveggjum á lóðarmörkum. Fyrir liggur samkomulag við Norðurorku vegna lóðarveggja á kvaðasvæði.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.