Goðanes 8-10 - umsókn um skiptingu í fimm sjálfstæð bil

Málsnúmer 2017050155

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 633. fundur - 01.06.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Ottó Biering Ottósson fyrir hönd Hallarbjargs ehf. sækir um leyfi til að skipta bílaverkstæði í húsi nr. 8-10 við Goðanes upp í fimm sjálfstæð bil með sér fastanúmeri. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 635. fundur - 15.06.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Ottó Biering Ottósson fyrir hönd Hallarbjargs ehf. sækir um leyfi til að skipta húsi nr. 8-10 við Goðanes upp í fimm sjálfstæð bil með sér fastanúmeri. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. júní 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 637. fundur - 29.06.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Ottó Biering Ottósson fyrir hönd Hallarbjargs ehf. sækir um leyfi til að skipta húsi nr. 8-10 við Goðanes upp í fimm sjálfstæð bil með sér fastanúmeri. Geymsluhillur komi í öll þessi bil. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 22. júní 2017.
Björn Jóhannsson tilkynnti sig vanhæfan og vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Byggingafulltrúi samþykkir erindið.