Velferðarráð

1343. fundur 22. september 2021 kl. 14:00 - 15:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Hermann Ingi Arason
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2021080521Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2022.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir framlagða áætlun og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2019010279Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjun samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn og vísar málinu til bæjarstjórnar.

3.Reglur Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárin 2020-2021 og 2021-2022

Málsnúmer 2020100143Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingarnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.

4.Velferðarráð - umsókn í framkvæmdasjóð vegna kaupa á bíl

Málsnúmer 2021050120Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Örnu Jakobsdóttur forstöðumanns öryggisþjónustu og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs dagsett 20. september 2021 þar sem lagt er til að óskað verði eftir heimild til kaupa á bifreið fyrir þjónustukjarnann í Hafnarstæti 28-30.
Velferðarráð samþykkir kaupin og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.