Velferðarráð - umsókn í framkvæmdasjóð vegna kaupa á bíl

Málsnúmer 2021050120

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1338. fundur - 05.05.2021

Lagt fram erindi frá Kolbeini Aðalsteinssyni forstöðumanni og Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra dagsett 4. maí 2021 þar sem lagt er til að óskað verði eftir heimild til kaupa á bifreið fyrir barnavernd og heimaþjónustu.
Velferðarráð samþykkir kaupin fyrir sitt leyti og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 100. fundur - 07.05.2021

Lögð fram beiðni velferðaráðs dagsett 4. maí 2020 varðandi kaup á bíl fyrir barnavernd og heimaþjónustu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni um kaup á bíl með fyrirvara um að það sé metan- eða rafmagnsbíll. Enda sé það í samræmi við umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1343. fundur - 22.09.2021

Lagt fram minnisblað Örnu Jakobsdóttur forstöðumanns öryggisþjónustu og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs dagsett 20. september 2021 þar sem lagt er til að óskað verði eftir heimild til kaupa á bifreið fyrir þjónustukjarnann í Hafnarstæti 28-30.
Velferðarráð samþykkir kaupin og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 107. fundur - 01.10.2021

Lagt fram minnisblað Örnu Jakobsdóttur forstöðumanns öryggisþjónustu og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs dagsett 20. september 2021 þar sem lagt er til að óskað verði eftir heimild til kaupa á bifreið fyrir þjónustukjarnann í Hafnarstæti 28-30.

Velferðarráð samþykkir kaupin og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin sem rúmast innan áætlunar búnaðarkaupa. Keypt verði bifreið með vistvænum orkugjafa í samræmi við gildandi Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.