Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2019010279

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1343. fundur - 22.09.2021

Lögð fram drög að endurnýjun samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. september 2021:

Lögð fram drög að endurnýjun samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. september 2021:

Lögð fram drög að endurnýjun samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 14. október sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að funda með sveitarstjórum þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að samningnum.