Velferðarráð

1341. fundur 18. ágúst 2021 kl. 15:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Hermann Ingi Arason
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá
Guðrún Karítas Garðarsdóttir L-lista boðaði forföll og varamaður hennar mætti ekki til fundar.

1.Stefnumótun í forvörnum

Málsnúmer 2017030584Vakta málsnúmer

Kristinn Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir úttekt á forvarnamálum hjá Akureyrarbæ sem unnin var af RHA að beiðni samfélagssviðs.

2.Velferðarráð - málefni fatlaðs fólks - úttekt 2021

Málsnúmer 2021023280Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu húsnæðismála í málaflokki fatlaðra dagsett 23. júní 2021.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna sem gefur greinagóðar upplýsingar um stöðu mála varðandi það húsnæði sem er í notkun í málaflokki fatlaðs fólks. Enn fremur dregur skýrslan fram þörf á uppbyggingu búsetuúrræða á næstu árum og verkefni eru sett upp í forgangsröð.

Velferðarráð er sammála forgangsröðinni í skýrslunni og leggur til að farið verði sem fyrst í breytingar á Hafnarstræti 16.

Málinu er vísað til bæjarráðs.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021031922Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs fyrstu sex mánuði ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

4.Fjárhagsaðstoð 2021

Málsnúmer 2021031923Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu sex mánuði ársins 2021.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

5.Velferðarráð - starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2021080521Vakta málsnúmer

Umræða um gerð fjárhagsáætlunar sem er fram undan fyrir árið 2022.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:00.