Tekið til umræðu verkefni T40 úr nýlegri úttekt í málaflokki fatlaðra.
Um er að ræða stefnumótun varðandi framtíðaruppbyggingu í málefnum fatlaðs fólks. Markmiðið er að meta þörf fyrir uppbyggingu á húsnæði í málaflokknum næstu 8 -10 ár hvað varðar búsetu og virkni.
Tekin fyrir tillaga Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs um skipan vinnuhóps til þess að vinna þetta verkefni.
Velferðarráð samþykkir tillöguna og tilnefnir Heimi Haraldsson S-Lista og Hermann Inga Arason V-Lista í vinnuhópinn.
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu húsnæðismála í málaflokki fatlaðra dagsett 23. júní 2021.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna sem gefur greinagóðar upplýsingar um stöðu mála varðandi það húsnæði sem er í notkun í málaflokki fatlaðs fólks. Enn fremur dregur skýrslan fram þörf á uppbyggingu búsetuúrræða á næstu árum og verkefni eru sett upp í forgangsröð.
Velferðarráð er sammála forgangsröðinni í skýrslunni og leggur til að farið verði sem fyrst í breytingar á Hafnarstræti 16.
Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 18. ágúst 2021:
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu húsnæðismála í málaflokki fatlaðra dagsett 23. júní 2021.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna sem gefur greinagóðar upplýsingar um stöðu mála varðandi það húsnæði sem er í notkun í málaflokki fatlaðs fólks. Enn fremur dregur skýrslan fram þörf á uppbyggingu búsetuúrræða á næstu árum og verkefni eru sett upp í forgangsröð.
Velferðarráð er sammála forgangsröðinni í skýrslunni og leggur til að farið verði sem fyrst í breytingar á Hafnarstræti 16.
Málinu er vísað til bæjarráðs.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fund bæjarráðs og kynnti skýrsluna.
Heimir Haraldsson formaður velferðarráðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir yfirferðina og góða skýrslu um stöðu á húsnæðismálum í málaflokki fatlaðs fólks og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar. Jafnframt er sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að kanna kosti og galla þess að stofna sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur húsnæðis í málaflokknum sem og að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi við Félagsstofnun stúdenta.
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu húsnæðismála í málaflokki fatlaðra.
Ráðið fagnar útkomu skýrslunnar og leggur áherslu á að farið verði eftir þeim tillögum sem þar koma fram, bæði til skemmri tíma og einnig til lengri tíma þar sem þörf fyrir uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlaða er brýn.
Ráðið leggur áherslu á að horft verði til þess að framboð á sértæku húsnæði verði fjölbreytt þannig að það nýtist sem flestum.
Lagt fram minnisblað Guðrúnar Guðmundsdóttur settum þjónustustjóra og Karólínu Gunnarsdóttur settum sviðsstjóra dagsett 11. október 2022 um stöðumat vegna húsnæðismála í málaflokki fatlaðs fólks.
Guðrún Guðmundsdóttir settur þjónustustjóri sat fundinn undir þessum lið.