Málsnúmer 2019070615Vakta málsnúmer
Stefna á sviði velferðartækni var lögð fram og samþykkt í velferðarráði í ágúst 2019 og samþykkt í bæjarstjórn 3. september sama ár. Lagt var fram minnisblað dagsett 17. maí 2021 þar sem farið var yfir það sem verið er að gera á velferðarsviði í velferðartækni og hvaða áskoranir eru fram undan.
Ennfremur var lagt fram minnisblað um notkun á Kara Connect dagsett 14. maí 2021 og yfirlit yfir það sem fer í gegnum þjónustugátt frá velferðarsviði og helstu áskoranir sviðsins varðandi þjónustugáttina.
Arnþrúður Eik Helgadóttir verkefnstjóri, Kristinn Már Torfason forstöðumaður og Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.