Velferðarráð

1339. fundur 19. maí 2021 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Velferðarsvið - kynnig á starfsemi fyrir velferðarráði 2021

Málsnúmer 2021050645Vakta málsnúmer

Í upphafi fundar var farið í heimsókn í Skógarlund - miðstöð virkni og hæfingar.

Þar tók Ragnheiður Júlíusdóttir forstöðumaður móti ráðinu, sagði frá starfseminni og sýndi staðinn.

2.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021031922Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit vegna rekstrar velferðarsviðs fyrstu þrjá mánuði ársins 2021.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

3.Stefna velferðarráðs Akureyrarbæjar á sviði velferðartækni

Málsnúmer 2019070615Vakta málsnúmer

Stefna á sviði velferðartækni var lögð fram og samþykkt í velferðarráði í ágúst 2019 og samþykkt í bæjarstjórn 3. september sama ár. Lagt var fram minnisblað dagsett 17. maí 2021 þar sem farið var yfir það sem verið er að gera á velferðarsviði í velferðartækni og hvaða áskoranir eru fram undan.

Ennfremur var lagt fram minnisblað um notkun á Kara Connect dagsett 14. maí 2021 og yfirlit yfir það sem fer í gegnum þjónustugátt frá velferðarsviði og helstu áskoranir sviðsins varðandi þjónustugáttina.

Arnþrúður Eik Helgadóttir verkefnstjóri, Kristinn Már Torfason forstöðumaður og Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista vék af fundi kl. 15:50.

4.Farsæld barna - samþætting þjónustu

Málsnúmer 2021040603Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs og Karls Frímannssonar sviðsstjóra fræðslusviðs dagsett 17. maí 2021.

Fundi slitið - kl. 16:30.