Velferðarráð

1310. fundur 06. nóvember 2019 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfandi sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá
Róbert Freyr Jónsson L-lista og varamaður hans boðuðu forföll.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.

1.Í skugga valdsins #metoo - kynning

Málsnúmer 2019090491Vakta málsnúmer

Umfjöllun um endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar, samskiptasáttmála kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum sem samþykktar voru í bæjarstjórn 17. september 2019. Einnig voru kynntir verkferlar mála sem upp kunna að koma.

Að umfjöllun lokinni undirrituðu nefndarmenn yfirlýsingu um siðareglur og samskiptasáttamála.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagserindi 2019 - áfrýjanir

Málsnúmer 2019050634Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs kynnti tvær áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur á fjölskyldusviði sat fundinn undir þessum lið.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.



3.Frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál 2019

Málsnúmer 2019100320Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn vegna frumvarps til breytinga á barnaverndarlögum.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur á fjölskyldusviði og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir umsögnina og felur starfsmönnum að koma henni til nefndasviðs Alþingis.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019030355Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu 9 mánuði ársins frá búsetusviði, fjölskyldusviði og Öldrunarheimilum Akureyrar.

Þóra Sif Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

5.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - ársskýrslur og rekstraryfirlit

Málsnúmer 2018030314Vakta málsnúmer

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lagði fram samantekt um rekstur ÖA fyrir allt árið 2018.

Um er að ræða yfirlitsmyndir og skýringar um þróun nokkurra þátta í rekstri ÖA, líkt og áður hefur verið gefið út og verður birt á heimasíðu ÖA.

Þóra Sif Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:00.