Velferðarráð

1288. fundur 31. október 2018 kl. 14:00 - 16:17 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur - heimsókn og kynning á starfsemi

Málsnúmer 2018100395Vakta málsnúmer

Heimsókn á Plastiðjuna Bjarg-Iðjulund.

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður PBI kynnti starfsemina.

2.Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur - ósk um heimild til að ráðstafa tekjum til viðhalds

Málsnúmer 2018100396Vakta málsnúmer

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur er að afla meiri tekna en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Óskað er eftir því við velferðarráð að PBI fái að nýta hluta tekna í viðhald og endurnýjun tækja og aðstöðu.

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður PBI sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samhljóða að PBI fái að nýta hluta tekna í viðhald og endurnýjun tækja og aðstöðu.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu níu mánaða ársins 2018 lögð fram til kynningar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

4.Grófin geðverndarmiðstöð - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2018090313Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 frá Grófinni geðverndarmiðstöð með beiðni um fjárstuðning til að standa straum af rekstrarkostnaði.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og óskaði eftir að víkja af fundi.

Velferðarráð samþykkir og vék Gunnfríður af fundi kl. 15:55.

Velferðarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni að svo stöddu.

Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að ræða við stjórn Grófarinnar um samvinnu félagsþjónustu og Grófarinnar um þjónustu.

Fundi slitið - kl. 16:17.