Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur - ósk um heimild til að ráðstafa tekjum til viðhalds

Málsnúmer 2018100396

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1288. fundur - 31.10.2018

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur er að afla meiri tekna en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Óskað er eftir því við velferðarráð að PBI fái að nýta hluta tekna í viðhald og endurnýjun tækja og aðstöðu.

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður PBI sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samhljóða að PBI fái að nýta hluta tekna í viðhald og endurnýjun tækja og aðstöðu.