Ungmennaráð

37. fundur 05. apríl 2023 kl. 16:00 - 18:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Elva Sól Káradóttir
  • Erika Arna N. Sigurðardóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Freyja Dögg Ágústudóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir umsjónarmaður
Dagskrá

1.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Anton Bjarni kynnti niðurstöður úr könnun sem hann gerði fyrir 9. bekk í Brekkuskóla í upphafi árs varðandi t.d. réttindafræðslu og mun hann senda ráðinu þá samantekt til frekari skoðunar.

2.Unicef - ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga

Málsnúmer 2022091337Vakta málsnúmer

Rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi var kynntur fyrir ungmennaráði. Farið yfir fræðsluáætlunina fyrir ráðið og fyrirkomulagði varðandi nýskráningu á vefinn útskýrt sem og hvert og hvernig skila ætti inn viðurkenningarskjölum að loknu hverju námskeiði.

Ungmennaráð:

-Barnasáttmálinn

-Barnvæn sveitarfélög. Innleiðing

-Þátttökunámskeið UNICEF

-Vernd barna í verkefnum sveitarfélaga, skóla og tengdra aðila

-Aðgerðaráætlun í framkvæmd. 4H aðferðin

3.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2022-2026

Málsnúmer 2023030583Vakta málsnúmer

Rætt var um frestun bæjarstjórnarfundarins og líklega dagsetningu fyrir nýjan fund. Flestir fulltrúanna voru ánægðir með að fundinum hafi verið frestað, öll gerðu sér grein fyrir mikilvægi fundarins og að mæta vel undirbúin til leiks. Farið var yfir helstu niðurstöður frá Stórþinginu og þær settar í samhengi við undirbúning fyrir fundinn, t.d. varðandi ræður og önnur málefni sem Ungmennaráðið vill vekja athygli á eða fá svör við á bæjarstjórnarfundinum. Karen sýndi þeim vinnuskjal með niðurstöðunum og ætlar að deila því með þeim.

Fundi slitið - kl. 18:00.