Samgönguvika 2013

Málsnúmer 2013080093

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 84. fundur - 20.08.2013

Rætt um hvort og þá hvernig nefndin vill standa að samgönguviku.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að vinna að dagskrá samgönguviku seinnipart septembermánaðar.

Umhverfisnefnd - 85. fundur - 10.09.2013

Farið yfir hvernig staðið verður að samgönguviku á Akureyri dagana 16.- 22. september nk.
Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Mannviti mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum og Rúnu kynninguna.

Í tengslum við árlega samgönguviku beinir umhverfisnefnd því til framkvæmdaráðs að koma fyrir hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla á tveimur völdum bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Þau verði sérmerkt og gefi eigendum slíkra bíla möguleika á að hlaða bíla sína. Með þessu væri Akureyrarkaupstaður að stíga virkt skref inn í rafbílavæðinguna og væri í samræmi við stefnu bæjarins í loftslags- og mengunarmálum.