Endurvinnanlegt hráefni úr grenndargámum - kynning

Málsnúmer 2010100106

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 52. fundur - 21.10.2010

Fulltrúi Íslenska gámafélagsins, Jörgen Þráinsson, mætti á fundinn og kynnti hugmyndir félagsins um endurvinnanlegt hráefni úr grenndargámum.

Umhverfisnefnd þakkar Jörgen fyrir fræðandi kynningu og felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.

Umhverfisnefnd - 53. fundur - 25.11.2010

Birgir Á. Kristjánsson, Auðun Pálsson og Jörgen Þ. Þráinsson fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu mættu á fundinn og kynntu hvað félagið vill bjóða Akureyrarkaupstað í endurvinnanlegt hráefni úr grenndargámum.

Umhverfisnefnd þakkar þeim félögum fyrir tilboðið sem lagt var fram á fundinum. Stefnt er að ákvörðunum á næsta fundi nefndarinnar í desember nk.

Umhverfisnefnd - 54. fundur - 16.12.2010

Farið yfir þau tilboð sem borist hafa nefndinni í endurvinnanlegt hráefni.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna á tilboðunum og felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 55. fundur - 20.01.2011

Farið yfir mögulegan farveg endurvinnsluefna úr grenndargámum.

Málinu frestað að beiðni minnihlutans.

Umhverfisnefnd - 56. fundur - 03.02.2011

Tekið fyrir á ný tilboð í mögulegan farveg fyrir endurvinnsluefni úr grenndargámum. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þann 20. janúar sl.

Lagt er til að samningi við Sagaplast ehf verði haldið áfram með þeim forsendum að samningnum verði sagt upp þegar innleiðingu á nýju sorphirðukerfi er lokið. Uppsagnarfrestur á þeim samningi verður svo nýttur til að safna upplýsingum um magntölur á endurvinnanlegum úrgangi sem safnast saman á grenndarstöðvar. Að uppsagnarfresti liðnum er gert ráð fyrir opnu útboði á endurvinnsluefnum sem falla til á grenndarstöðvum.

Kolbrún Sigurgeirsdóttir D-lista óskar bókað:

Óþarfi að gera viðbótarsamning með styttri gildistíma. Tel nægilegt að fyrri samningur sem undirrritaður var 9. september 2010 um sorphirðu við Gámaþjónustu Norðurlands ehf gildi þar sem í honum eru ákvæði um endurskoðun. Ástæðan er sú að ég tel óeðlilegt að opna á endurskoðun umfram það sem gert er í útboði. Hafi verktaki efasemdir um magn hefði hann átt að láta þær í ljós á tilboðsstigi. Hefur væntanlega gert ráð fyrir þessu í einingaverði.