Skátafélagið Klakkur - rekstur á tjaldsvæði á Hömrum

Málsnúmer 2020030764

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 99. fundur - 30.04.2021

Lagður fram samningur um rekstur á tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning með einni breytingu. Ráðið samþykkir að gildistíminn verði 10 ár í stað 20 ára.

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 30. apríl 2021:

Lagður fram samningur um rekstur á tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning með einni breytingu. Ráðið samþykkir að gildistíminn verði 10 ár í stað 20 ára.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Gildistími samningsins verði fimm ár með möguleika á framlengingu til fimm ára. Jafnframt er sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að ganga frá samningnum.