Hamrar - yfirborðsfrágangur og lagnir

Málsnúmer 2020050193

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 77. fundur - 08.05.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi framkvæmdir við yfirborðsfrágang nýrra tjaldflata að Hömrum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í verkið og rúmast það innan framkvæmdaáætlunar vegna jarðvegsframkvæmda í Hagahverfi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 94. fundur - 12.02.2021

Tekið fyrir minnisblað dagsett 9. febrúar 2021 varðandi fráveitu frá Hömrum.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við Norðurorku að tengja tjaldsvæðið á Hömrum við fráveitu bæjarins og nýja hreinsistöð í Sandgerðisbót. Þetta verður mikið framfaramál vegna umhverfissjónarmiða auk þess virðist það vera hagkvæmasta lausnin.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 99. fundur - 30.04.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 29. apríl 2021 varðandi opnun tilboða í vinnu við fráveitu frá Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Þverá Golf ehf. á grundvelli tilboðs þeirra í verkið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 106. fundur - 24.09.2021

Lögð fram stöðuskýrsla um stöðu framkvæmda við fráveitu og flatir að Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og sorpdeild sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 114. fundur - 11.02.2022

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 9. febrúar 2022 varðandi framkvæmdir við nýjar tjaldflatir, fráveitu og yfirborðsfrágang að Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og sorpdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar framkvæmdinni.