Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2013 - veghefill

Málsnúmer 2013010325

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 262. fundur - 01.02.2013

Rætt var um fyrirhuguð tækjakaup fyrir Framkvæmdamiðstöð.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 25 mkr. í eignasjóði til tækjakaupa. Skoðaðir voru möguleikar á endurskoðun á því fjármagni m.t.t. hækkunar.

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu.

Framkvæmdaráð - 263. fundur - 15.02.2013

Rætt var um fyrirhuguð tækjakaup fyrir Framkvæmdamiðstöð.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 25 mkr. í eignasjóði til tækjakaupa. Lagt fram minnisblað dags. 11. febrúar 2013 um hugmyndir að breytingum og fjármögnun.

Framkvæmdaráð samþykkir að auka fjárveitingu til tækjakaupa og að fjármagnið verði tekið af eignasjóði gatna og fráveitu í götum. Auka úr 25 mkr. í 57.350.000 kr.

Ólafur Jónsson D-lista óskar bókað að hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ólafur óskar einnig bókað:

Núverandi meirihluti valdi að taka til sín verulega aukinn hlut af garðslætti og umhirðu. Það kallar á aukin tækjakaup sem að hluta til var ekki gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Til þess að mæta því er ákveðið nú að taka af fjármagni vegna endurbyggingar gatna og framkvæmdum við fráveitu gatna. Það eru ekki góð vinnubrögð. Hins vegar er það orðinn hlutur að bærinn hefur tekið til sín sláttinn og aukin tækjakaup því nauðsynleg. Ég greiði því ekki atkvæði gegn þessu en sit hjá.

Framkvæmdaráð - 264. fundur - 22.03.2013

Lagðar voru fram niðurstöður útboðs í veghefil fyrir Framkvæmdamiðstöð, en útboðið var opnað 18. mars sl.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar K-M ehf.  Í samræmi við bókun framkvæmdráðs frá 15. febrúar sl. vísar framkvæmdaráð málinu til bæjarráðs með ósk um að færa kr. 12.250.000 úr eignarsjóði fráveitu þannig að heildarfjármagnið til tækjakaupa verði kr. 57.350.000.

Framkvæmdaráð - 264. fundur - 22.03.2013

Lagðar voru fram niðurstöður útboðs í dráttarvél fyrir Framkvæmdamiðstöð en útboðið var opnað 18. mars sl.

Meirihluti framkvæmdráðs samþykkir að taka tilboði Jötuns Véla.  Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar einnig bókað:  Ég ítreka bókun Ólafs Jónssonar frá 15. febrúar sl. Einnig vil ég bóka að mér finnst það ennþá vera óljóst  hvert fjárhagslegt hagræði  sveitarfélagsins verður af þeirri ákvörðun meirihluta L-listans að framkvæmdadeildin sjái um grassláttinn í stað þess að bjóða út verkið.

Bæjarráð - 3360. fundur - 04.04.2013

4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 22. mars 2013:
Lagðar voru fram niðurstöður útboðs í veghefil fyrir Framkvæmdamiðstöð, en útboðið var opnað 18. mars sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar K-M ehf. Í samræmi við bókun framkvæmdráðs frá 15. febrúar sl. vísar framkvæmdaráð málinu til bæjarráðs með ósk um að færa kr. 12.250.000 úr eignasjóði fráveitu þannig að heildarfjármagnið til tækjakaupa verði kr. 57.350.000.

Bæjarráð samþykkir að færa kr. 12.250.000 af framkvæmdafé fráveitu í eignasjóð þannig að heildarfjármagn til tækjakaupa í eignasjóði verði kr. 57.350.000.  Þetta hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu áætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2013.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði sérstakur viðauki vegna þessa.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 16. fundur - 01.09.2017

Lögð fram tillaga að kaupum á körfubíl fyrir umhverfismiðstöðina að upphæð 19 milljónir króna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á körfubílnum og að kostnaðinum verði skipt á tvö ár, 2017 og 2018.