Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 174. fundur - 17.09.2010

Farið yfir stöðuna á endurbótum á stúku við Akureyrarvöll.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 177. fundur - 29.10.2010

Lögð fram greinargerð Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 29. október 2010 um endurbætur á stúkunni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að lokið verði við hönnun á mannvirkinu og útboðsgögn.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 180. fundur - 14.01.2011

Lagðir fram hönnunarsamningar vegna stúku á Akureyrarvelli.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir hönnunarsamningana.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 183. fundur - 18.02.2011

Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 184. fundur - 04.03.2011

Farið yfir niðurstöður verðkönnunar á innréttingasmíði í stúkuna.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Trésmiðjan Ölur ehf - 10.024.600 - 102,8%
Tak innréttingar ehf - 10.834.328 - 111,1%
Hyrna ehf - 11.470.000 - 117,6%

Kostnaðaráætlun - 9.755.000 - 100%

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Trésmiðjuna Öl ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 185. fundur - 18.03.2011

Lagðir fram verksamningar dags. 16. mars 2011 við eftirtalda verktaka um vinnu við endurbætur á stúkunni í framhaldi af iðngreinaútboðinu 28. febrúar 2011:
Málning - Björn málari ehf
Loftræsting - Blikkrás ehf
Pípulögn - Bútur ehf
Gólfefni og veggklæðningar - Gólflausnir Malland ehf
Múrverk - Ólafur Björnsson
Rafmagn - Rafmenn ehf
Trésmíði - Spor 33 ehf

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samningana.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 188. fundur - 20.05.2011

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 190. fundur - 16.06.2011

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar bar fram fyrirspurn um framkvæmdir á Akureyrarvelli.
Valþór Brynjarsson verkefnisstjóri viðhalds og Kristján Snorrason eftirlitsmaður sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórnin fékk þau svör að fyrsti leikur gæti farið fram föstudaginn 24. júní 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 195. fundur - 16.09.2011

Lögð fram beiðni frá Gunnari Jónssyni framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar um búnaðarkaup fyrir Akureyrarvöll dags. 14. september 2011.

Afgreiðslu frestað.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 198. fundur - 17.10.2011

Lögð fram beiðni frá Gunnari Jónssyni framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar um búnaðarkaup fyrir Akureyrarvöll dags. 14. september 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 100. fundur - 03.11.2011

Tekinn fyrir 2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 17. október 2011:
Lögð fram beiðni frá Gunnari Jónssyni framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar um búnaðarkaup fyrir Akureyrarvöll dags. 14. september 2011.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til íþróttaráðs.

Íþróttaráð telur æskilegt að endurnýja gamlan og slitinn búnað á Akureyrarvelli og óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að leggja allt að kr. 5.000.000 í verkefnið.

Íþróttaráð vill að skoðað verði með samnýtingu véla og tækja sem notuð eru við slátt og umhirðu knattspyrnuvalla KA og Þórs og golfvöll Golfklúbbs Akureyrar.

Íþróttaráð felur formanni íþróttaráðs ásamt Erlingi Kristjánssyni fulltrúa B-lista að vinna að tillögu um slíka samnýtingu í samvinnu við KA, Þór og Golfklúbb Akureyrar og skila tillögum fyrir lok janúar 2012.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 204. fundur - 02.03.2012

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir framkvæmdina. Einnig rætt um sæti í stúkuna.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista óskar bókað:

Áður en ég íhuga það að ákveða að setja sæti í stúkuna á Akureyrarvelli er mjög mikilvægt að gert verði skriflegt samkomulag á milli Akureyrarbæjar, KA og KSÍ um framhaldið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 205. fundur - 30.03.2012

Lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun fyrir því að setja sæti í stúkuna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 211. fundur - 22.06.2012

Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir malbikun á stíg sunnan stúkunnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að malbika stíginn og bílastæði við stúkuna fyrir fólk með fötlun.