Pálmholt - girðing við Skálagerði 5

Málsnúmer 2010090174

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 175. fundur - 01.10.2010

Lögð fram tilkynning dags. 30. september 2010 frá skipulagsstjóra er varðar erindi Ragnars Haraldssonar dags. 23. september 2010, þar sem óskað er eftir að girðing sú sem skilur að lóð leikskólans Pálmholts og Skálagerðis verði endurreist til skjóls fyrir mön sem gerð var til varnar flóðum niður á lóðir við Skálagerði.
Vísað til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að setja girðingu og runna, í botnlanga við Skálagerði sem skilur að lóð Pálmholts og Skálagerðis.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 177. fundur - 29.10.2010

Lagt fram erindi Guðrúnar Rósu Þorsteinsdóttur og Ragnars K. Ásmundssonar dags. 20. október 2010 þess efnis að girðingaleifar sem liggja á lóðamörkum Spónsgerðis og leikskólanna Pálmholts og Flúða verði fjarlægð þar sem hún þjóni engum tilgangi og sé hættulegur farartálmi fyrir gangandi foreldra með börn á leið í leikskólann.

Frestað.