Stjórn Akureyrarstofu

179. fundur 15. janúar 2015 kl. 16:15 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Elvar Smári Sævarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Skúli Gautason framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Samstarfssamningar um menningarmál

2014120052

Stjórn Akureyrarstofu hefur á undanförnum árum gert samninga við ýmis félagasamtök um menningarstarf. Slíkir samningar eru iðulega gerðir til tveggja - þriggja ára.
Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra viðburða og menningarmála að móta tillögur að reglum um samstarfssamninga til menningarmála fyrir næsta fund.

2.Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2012-2015

2013040093

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verður haldin í Háskólanum 13.- 15. febrúar 2015. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnisstjóri atvinnumála kom á fundinn og sagði frá vinnu við undirbúning helgarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Albertínu fyrir komuna.

3.Hjartað í heiðinni

2015010144

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála kom á fundinn og greindi frá hugmyndum um að koma ljósaverkinu "Hjartanu í heiðinni" upp að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Huldu Sif fyrir komuna. Stjórnin felur starfsmönnum Akureyrarstofu að leita leiða til að koma verkefninu af stað.

4.Akureyrarstofa 2015

2015010035

Lögð var fram fundaáætlun til vors 2015.

5.Ferðamálastefna

2014110220

Stjórn Akureyrarstofu þarf að tilnefna tvo fulltrúa í stýrihóp við gerð ferðamálastefnu.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.