Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2012-2015

Málsnúmer 2013040093

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 179. fundur - 15.01.2015

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verður haldin í Háskólanum 13.- 15. febrúar 2015. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnisstjóri atvinnumála kom á fundinn og sagði frá vinnu við undirbúning helgarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Albertínu fyrir komuna.

Stjórn Akureyrarstofu - 180. fundur - 04.02.2015

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi Akureyrar 2015 verður haldin í Háskólanum á Akureyri þann 13.-15. febrúar næstkomandi. Samkvæmt samstarfssamningi frá árinu 2013 er Akureyrarstofa aðili að helginni. Hlutverk Akureyrarstofu er að hafa frumkvæði að undirbúningi og leggja til starfskrafta verkefnastjóra. Aðrar fjárveitingar á vegum Akureyrarstofu hvert ár miðast svo við áætlaða þörf fyrir kostaða kynningu og þurfa að samþykkjast sérstaklega innan stjórnar Akureyrarstofu ár hvert.

Farið er fram á að lagðir verði til starfskraftar verkefnastjóra atvinnumála við undirbúning helgarinnar í stað ráðningar sérstaks verkefnastjóra, auk þess sem verkefnastjóri viðburða aðstoði eftir þörfum. Þá verði jafnframt lagt til fjármagn til helgarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að leggja til starfskrafta verkefnastjóra atvinnumála við undirbúning og framkvæmd Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar 2015. Einnig verði menningar- og viðburðafulltrúi til taks á dagvinnutíma. Að auki samþykkir stjórn Akureyrarstofu að leggja verkefninu til fjárframlag að upphæð 250.000 kr.