Samstarfssamningar um menningarmál

Málsnúmer 2014120052

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 178. fundur - 08.12.2014

Margir samstarfssamningar um menningarmál renna út um áramótin.
Lagt var fram til kynningar yfirlit yfir samstarfssamninga um menningarmál.

Stjórn Akureyrarstofu - 179. fundur - 15.01.2015

Stjórn Akureyrarstofu hefur á undanförnum árum gert samninga við ýmis félagasamtök um menningarstarf. Slíkir samningar eru iðulega gerðir til tveggja - þriggja ára.
Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra viðburða og menningarmála að móta tillögur að reglum um samstarfssamninga til menningarmála fyrir næsta fund.

Stjórn Akureyrarstofu - 180. fundur - 04.02.2015

Lögð voru fyrir fundinn drög að verklagsreglum og auglýsingar fyrir samstarfssamninga um menningarmál og úthlutunarreglum úr Menningarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir úthlutunarreglur og verklagsreglur sem lagðar voru fram. Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra viðburða- og menningarmála Akureyrarstofu að auglýsa til umsóknar styrki úr Menningarsjóði Akureyrar, bæði samstarfsstyrki og verkefnastyrki til menningarmála, styrk til bæjarlistamanns og húsverndunarstyrki.