Stjórn Akureyrarstofu

93. fundur 24. mars 2011 kl. 17:00 - 20:05 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Lúðvík Áskelsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011020132Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 28. janúar 2011 frá Lúðvíki Áskelssyni þar sem fram kemur að þann 5. apríl nk. verða hundrað ár liðin frá fæðingu Áskels Jónssonar söngstjóra. Af því tilefni er fyrirhugað að halda tónleika til að heiðra minningu hans og er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi við tónleikana.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en felur framkvæmdastjóra að kanna hvort aðstoða megi við móttöku tónlistarfólks og gesta.

2.Björgvinsfélagið - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011010167Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. janúar 2011 frá Þorsteini Gunnarssyni f.h. Björgvinsfélagsins þar sem vinsamlega er farið á leit við Akureyarbæ að hann styrki með 500.000 kr. framlagi þá viðburði og hátíðarhöld sem fram fara á þessu ári til að heiðra minningu hins ástsæla tónskálds bæjarins, Björgvins Guðmundssonar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

3.Michael Jón Clarke - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030041Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. mars 2011 frá Michael Jóni Clarke þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna söngtónleikanna "I Feel Pretty".

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 40.000 til verkefnisins.

4.Heimir Bjarni Ingimarsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030043Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. mars 2011 frá Heimi Bjarna Ingimarssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna tónleikahalds í Hofi menningarhúsi.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

5.Haukur Pálmason - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030047Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. mars 2011 frá Hauki Pálmasyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 875.000 vegna útgáfu geisladisks.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

6.Bitra ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030049Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. mars 2011 frá Hauki Tryggvasyni f.h. Bitru ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 vegna gítarhátíðar sem fyrirhugað er að halda 12. og 13. maí nk.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

7.Tölvutónn ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030055Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni f.h. Tölvutóns ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 352.700 vegna útgáfu á safndiski.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

8.Tölvutónn ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030054Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni f.h. Tölvutóns ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna útgáfu á ljóðalögum.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

9.Menningarfélagið Hof - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030061Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur f.h. Menningarfélagsins Hofs þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnis sem fram fer á Akureyri sumarið 2011 og endar með stórtónleikum á Akureyrarvöku helgina 26.- 28. ágúst nk.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

10.Menningarfélagið Hof - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030060Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur f.h. Menningarfélagsins Hofs þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 til fjármögnunar Tónlistarvinnuskóla sem starfræktur verður sumarið 2011 í Menningarhúsinu Hofi.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en í forsendum verkefnisins er gert ráð fyrir þátttöku Vinnuskólans og þar með stuðningi Akureyrarbæjar.

11.Eyþór Ingi Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030062Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Eyþóri Inga Jónssyni og Láru Sóleyju Jóhannsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna fyrirhugaðra tónleika sumarið 2011.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

12.Leikhópurinn Þykista - umsókn um styrk úr Menningarsjóði vegna uppsetningar á leikriti 2011

Málsnúmer 2011030045Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Leikhópnum Þykistu þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 275.000 vegna uppsetningar á leikverkinu "Og svo var bankað". Frumsamið verk og frumsamin tónlist.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.

13.Hymnodia - Kammerkór - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011020164Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 28. janúar 2011 frá Pétri Halldórssyni f.h. Hymnodiu þar sem óskað er eftir styrk til Reykjavíkurferða vegna upptöku og flutnings á tónverkinu Stjórnarskrá lýðveldis Íslands.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

14.Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030028Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. mars 2011 frá Jónínu Þ. Jóhannsdóttur f.h. blásaraveitar Tónlistarskólans á Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna ferðar nemenda við blásaradeild Tónlistarskólans á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

15.Leikhópurinn Opið út - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011020135Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. janúar 2011 frá Maríu Pálsdóttur f.h. leikhópsins Opið út þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 210.000 til að standa straum af flutnings- og ferðakostnaði ásamt hluta af launum tæknimanna við leiksýninguna Bláa gullið sem sett var upp í Menningarhúsinu Hofi.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

16.Íslenski dansflokkurinn - umsókn um ferðastyrk úr Menningarsjóði 2011 vegna komu dansflokksins til A

Málsnúmer 2011030077Vakta málsnúmer

Umsókn í Menningarsjóð dags. 4. mars 2011 frá Sigrúnu Lilju Guðbjartsdóttur f.h. Íslenska dansflokksins. Beiðni um ferðastyrk að upphæð kr. 350.000 vegna komu þeirra til Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

17.Ólafur Sveinsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030027Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. mars 2011 frá Ólafi Sveinssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 2.000.000 vegna flutnings og uppsetningar á myndskurðar/tréskurðar verkstæði frá Reykjavík til Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu geta ekki orðið við erindinu.

18.Iðnaðarsafnið - umsókn um styrk úr Menningarsjóði vegna sýningar 2011

Málsnúmer 2011030039Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Iðnaðarsafninu (Arndís Bergsdóttir safnstýra) þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 350.000 vegna ráðningar listamanna fyrir sýningargerð.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

19.Finnur Ingi Erlendsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030040Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 1. mars 2011 frá Finni Inga Erlendssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 50.000 vegna vinnu og hönnunar á skúlptúrum sem verða til sýnis á hátíðinni List án landamæra 2011 í Ketilhúsinu.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

20.Guðbjörg Ringsted - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030042Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. mars 2011 frá Guðbjörgu Ringsted þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 til að standa undir kostnaði við viðburði fyrir börn á aldrinum 4-10 ára á leikskólum og yngstu bekkjum í grunnskólum á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

21.Kristjana Agnarsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030048Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. mars 2011 frá Kristjönu Agnarsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna ljósmyndasýningar sem haldin verður á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 35.000 til verkefnisins.

22.Félag áhugafólks um tónmunasetur - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030050Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 1. mars 2011 frá Gunnari Tryggvasyni f.h. Félags áhugafólks um tónmunasetur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna kaupa á sýningarskáp.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

23.Þórarinn Stefánsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030145Vakta málsnúmer

Umsókn ódags. frá Þórarni Stefánssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna útgáfu geisladisks sem inniheldur íslensk píanóverk sem samin eru út frá íslenskum þjóðlögum eða eru útsetningar þjóðlaga.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

24.Safnasafnið - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030052Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. mars 2011 frá Níelsi Hafstein f.h. Safnasafnsins - Alþýðulist Íslands þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins "Söfn sýna í söfnum".

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en lítur svo á að Akureyrarbær styrki sýninguna þar sem Listasafnið á Akureyri er vettvangur hennar.

25.Myndlistarfélagið - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030063Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. mars 2011 frá Brynhildi Kristinsdóttur f.h. Myndlistarfélagsins þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna sýningar á Listasumri 2011.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

26.Mardöll - félag um menningararf kvenna - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030073Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Valgerði H. Bjarnadóttur f.h. Mardöll - félagi um menningararf kvenna þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 250.000 vegna fjölþjóðlegs Fólkvangs/ráðstefnu um menningararf kvenna.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

27.AkureyrarAkademían - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030058Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Pétri Björgvini Þorsteinssyni f.h. AkureyrarAkademínunnar - félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna fyrirhugaðs haustþings 2011.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

28.Tölvutónn ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030056Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni f.h. Tölvutóns ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 163.000 vegna vinnu við uppsetningu og útgáfu bókar með 6 píanólögum.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

29.Alberto Porro Carmona - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030044Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 3. mars 2011 frá Alberto Porro Carmona þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 vegna útgáfu kennslubókar í tónlist sem tengir saman fleiri listgreinar eins og myndlist og bókmenntir.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.

30.NefTónak, nemendafélag - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2011

Málsnúmer 2011030076Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 4. mars 2011 frá Emil Þorra Emilssyni f.h. NefTónak, nemendafélags Tónlistarskólans á Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 til reksturs félagsins.

Stjórn Akureyrastofu getur ekki orðið við erindinu.

31.Kvennafrí á Akureyri - hátíð í Hofi - styrkbeiðni vegna auglýsinga 2010

Málsnúmer 2010090105Vakta málsnúmer

Erindi dags 16. september 2010 frá Guðrúnu Þórsdóttur f.h. undirbúningshóps vegna hátíðarhalda á Kvennafrídaginn 25. október 2010 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 90.000 vegna auglýsingakostnaðar við dagskrána.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

32.Iðnaðarsafnið á Akureyri - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010090125Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. september 2010 frá Iðnaðarsafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Akureyrarbær styrkir starfsemi safnsins nú þegar með því að leggja því til húsnæðí án endurgjalds og árlegan rekstrarstyrk og getur ekki að sinni aukið við þann stuðning.

33.Stefán Jónsson - höggmyndir boðnar til kaups

Málsnúmer 2011020057Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. febrúar 2011 frá Stefáni Jónssyni myndlistarmanni þar sem kannaður er hvort áhugi sé á því að Akureyrarbær festi kaup á einni eða fleiri höggmyndum sem eru til sýnis á sýningunni Kjarvalar sem nú stendur yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 20:05.