Ungmennafélag Akureyar - Akureyrarhlaup

Málsnúmer 2014060143

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 10. fundur - 14.06.2017

Erindi dagsett 6. júní 2017 frá Söru Dögg Pétursdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir styrk vegna Akureyrarhlaupsins 6. júlí 2017.
Frístundaráð samþykkir að styrkja UFA um kr. 100.000 vegna hlaupsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 234. fundur - 22.06.2017

Erindi dagsett 6. júní 2017 frá Söru Dögg Pétursdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir styrk vegna Akureyrarhlaupsins 6. júlí 2017.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 vegna markaðsmála fyrir hlaupið.

Stjórn Akureyrarstofu - 255. fundur - 25.06.2018

Erindi dagsett 21. maí 2018 frá Rannveigu Oddsdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 200.000 kr. vegna árlegs Akureyrarhlaups sem fram fer þann 5. júlí nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 vegna markaðsmála fyrir hlaupið.

Frístundaráð - 57. fundur - 05.06.2019

Erindi dagsett 15. maí 2019 frá Rannveigu Oddsdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir kr. 200.000 styrk vegna Akureyrarhlaupsins 4. júlí nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 og felur deildarstjóra íþróttamála að gera drög að samningi til þriggja ára þar sem tilgreindur er styrkur bæjarins vegna hlaupsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 281. fundur - 20.06.2019

Erindi dagsett 15. maí 2019 frá Rannveigu Oddsdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir kr. 200.000 styrk vegna Akureyrarhlaupsins 4. júlí nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja UFA um kr. 100.000 vegna hlaupsins.