Stjórn Akureyrarstofu

246. fundur 08. febrúar 2018 kl. 16:15 - 18:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Sigfús Arnar Karlsson varaformaður
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Sædís Gunnarsdóttir S-lista mætti í forföllum Unnars Jónssonar

1.Íslensku vetrarleikarnir 2018 - styrkumsókn

Málsnúmer 2018020054Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Viðburðastofu Norðurlands um styrk vegna Íslensku vetrarleikanna 2018 sem haldnir verða 23.- 25. mars nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 700.000 til verkefnisins.

2.Greiðslur til listamanna - verklagsreglur Listasafnsins

Málsnúmer 2018010332Vakta málsnúmer

Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 30. janúar sl. og var þá óskað eftir frekari upplýsingum sem nú liggja fyrir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrir sitt leyti drög að verklagsreglum um verkefnið "Greiðum listamönnum". Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir 1,5 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna verkefnisins og byggir hún á því að fjárheimildir sem á vantar til að fjármagna það að fullu séu þegar fyrir í rekstri safnsins, en heildarkostnaður er áætlaður um 4,5 m.kr. Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að kostnaðurinn verði sýnilegur í bókum safnsins.

3.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2018

Málsnúmer 2017050182Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við ríkið.

Deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir stöðu mála í samningaviðræðum.
Rætt um stöðu samningaviðræðnanna, markmið og fjárframlög.

Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að samningagerðinni verið lokið sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 18:00.