Skólanefnd

13. fundur 13. ágúst 2012 kl. 09:00 - 10:35 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
 • Preben Jón Pétursson formaður
 • Anna Sjöfn Jónasdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Helgi Vilberg Hermannsson
 • Sædís Gunnarsdóttir
 • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
 • Valur Sæmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
 • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
 • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Oddeyrarskóli - ráðning skólastjóra

Málsnúmer 2012080023Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn skólanefndar um ráðningu skólastjóra Oddeyrarskóla. Staðan var auglýst 11. júlí 2012 og rann umsóknarfrestur út 25. júlí sl. Umsækjendur um stöðuna voru fimm, þau Anna Lilja Sigurðardóttir, Geir Hólmarsson, Hlín Bolladóttir, Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson og Kristín Jóhannesdóttir. Fjórir umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Fræðslustjóri sat viðtölin ásamt tveimur fulltrúum minnihluta skólanefndar. Meirhluti nefndarinnar lýsti sig vanhæfan vegna eins umsækjandans og kom því ekki að málinu.

Skólanefnd leggur til að Kristín Jóhannesdóttir verði ráðin skólastjóri Oddeyrarskóla.

Fræðslustjóra er falið að ganga frá ráðningunni.

Fulltrúar L-listans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna vegna vanhæfis.

Fulltrúar A-listans og S-listans greiddu atkvæði með tillögunni.

2.Kiðagil - ráðning skólastjóra

Málsnúmer 2012080024Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn skólanefndar um ráðningu skólastjóra Kiðagils. Staðan var auglýst 18. júlí 2012 og rann fresturinn út 2. ágúst sl. Umsækjendur um stöðuna voru tveir, þær Agnes Bryndís Jóhannesdóttir og Inda Björk Gunnarsdóttir. Báðir umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Fræðslustjóri sat viðtölin ásamt tveimur starfsmönnum skóladeildar og kynnti málið fyrir fulltrúum minnihluta skólanefndar. Meirhluti nefndarinnar lýsti sig vanhæfan vegna annars umsækjandans og kom því ekki að málinu.

Skólanefnd leggur til að Inda Björk Gunnarsdóttir verði ráðin skólastjóri Kiðagils. Fræðslustjóra er falið að ganga frá ráðningunni.

Fulltrúar L-listans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna vegna vanhæfis.

Fulltrúar A-listans og S-listans greiddu atkvæði með tillögunni.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun 2013 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2012060177Vakta málsnúmer

Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2013.
Lögð var fyrir fundinn greinargerð skólanefndar með athugasemdum til bæjarráðs um rammafjárveitingu 2013.

Skólanefnd óskar eftir viðbótarfjármagni að upphæð 65 milljónir, þar af 10 milljónir vegna endurnýjunar á tölvubúnaði sem er áætluð 30 milljónir á þremur árum.

Vilborg Þórarinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna vék af fundi kl. 09:53.

Fundi slitið - kl. 10:35.