Kiðagil - ráðning skólastjóra

Málsnúmer 2012080024

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 13. fundur - 13.08.2012

Óskað er eftir umsögn skólanefndar um ráðningu skólastjóra Kiðagils. Staðan var auglýst 18. júlí 2012 og rann fresturinn út 2. ágúst sl. Umsækjendur um stöðuna voru tveir, þær Agnes Bryndís Jóhannesdóttir og Inda Björk Gunnarsdóttir. Báðir umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Fræðslustjóri sat viðtölin ásamt tveimur starfsmönnum skóladeildar og kynnti málið fyrir fulltrúum minnihluta skólanefndar. Meirhluti nefndarinnar lýsti sig vanhæfan vegna annars umsækjandans og kom því ekki að málinu.

Skólanefnd leggur til að Inda Björk Gunnarsdóttir verði ráðin skólastjóri Kiðagils. Fræðslustjóra er falið að ganga frá ráðningunni.

Fulltrúar L-listans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna vegna vanhæfis.

Fulltrúar A-listans og S-listans greiddu atkvæði með tillögunni.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi undir þessum lið.