Skipulagsráð

400. fundur 12. apríl 2023 kl. 08:15 - 10:11 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Hvannavellir 10-14 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2021120847Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hvannavelli 10-14 lauk þann 31. janúar sl.

Sex athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að skoða hvort finna megi aðra staðsetningu á fyrirhugaðri spennustöð. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að útbúa tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum og leggja fyrir næsta fund.


Jón Hjaltason óflokksbundinn óskar bókað eftirfarandi:

Undirritaður tekur undir áhyggjur og gagnrýni íbúa við Sólvelli 9, 11, 13 og 15 og hvetur skipulagsráð til að endurskoða ákvörðun sína frá 28. september sl. og fara að óskum íbúa sem eru vel rökstuddar. Undirritaður styður ítrustu ósk íbúanna um að væntanlegt fjölbýlishús við Hvannavelli 10 verði ekki hærra en tvær hæðir og tekur eindregið undir þá skynsamlegu ábendingu að í þéttri byggð á okkar breiddargráðu er óskynsamlegt að hæstu byggingarnar standi syðst á þéttingarreitum.

2.Hálönd - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023020876Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2023 þar sem Halldór Jónsson f.h. Hálanda ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir 3. áfanga frístundasvæðis í Hálöndum. Fyrirhuguð er ný vegtenging milli Hörpulands og Hlíðarfjallsvegar og að tenging Hörpulands við Hyrnuland falli út. Samhliða er óskað eftir að hámarkshraði á Hlíðarfjallsvegi upp fyrir Hálönd verði lækkaður í 50 km/klst. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur og greinargerð.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju umsagnir Vegagerðarinnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.
Jón Hjaltason óflokksbundinn bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Í ljósi neikvæðrar umsagnar Vegagerðarinnar er umsókn um breytingu á deiliskipulagi hafnað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraði á Hlíðarfjallsvegi upp fyrir aðkomuveg í Hálönd (Hrímland) verði lækkaður í 50 km/klst. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku breytinga á umferðarhraða í B-deild Stjórnartíðinda að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Strandgata 11B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100324Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Akurbergs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 11B við Strandgötu. Fyrirhugað er að byggja aðra hæð ofan á núverandi hús. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur, aðaluppdrættir og umsögn Minjastofnunar Íslands um byggingaráformin.
Skipulagsráð telur framlagðar teikningar ekki samræmast yfirbragði byggðar á svæðinu auk þess sem þær eru ekki í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands. Erindinu er hafnað af þeim sökum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Hlíðarfjall - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2023 þar sem Ómar Ívarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðis í Hlíðarfjalli.

Breytingin felst í að lóð og byggingarreit fyrir nýtt áhaldahús er hliðrað til austurs um 35 m og samhliða færist lega þjónustuvegar lítillega.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Gata sólarinnar - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023031503Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. mars 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Fjölnis ehf. sækir um lóð vestan við Götu sólarinnar til byggingar orlofshúsa. Fyrirhugaður fjöldi húsa yrði 25-30.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem um framtíðarbyggingarland er að ræða og svæðið því ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

6.Týsnes 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023031495Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2023 þar sem Stafninn fasteignir ehf. sækir um lóð nr. 10 við Týsnes. Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Hulduholt 20-24 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023031592Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2023 þar sem Þríforkur ehf. sækir um lóð nr. 20-24 við Hulduholt.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Langimói 5-7 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030240Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl.

Hæstbjóðandi í lóð nr. 5-7 við Langamóa var Sigurgeir Svavarsson ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur hann skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 5-7 við Langamóa til Sigurgeirs Svavarssonar ehf.

9.Langimói 9-11 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030241Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl.

Hæstbjóðandi í lóð nr. 9-11 við Langamóa var Sigurgeir Svavarsson ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur hann skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 9-11 við Langamóa til Sigurgeirs Svavarssonar ehf.

10.Hrísmói 1-9 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030246Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl.

Hæstbjóðandi í lóð nr. 1-9 við Hrísmóa var Sigurgeir Svavarsson ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur hann skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 1-9 við Hrísmóa til Sigurgeirs Svavarssonar ehf.

11.Hrísmói 10-12 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030250Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl.

Hæstbjóðendur í lóð nr. 10-12 við Hrísmóa voru Jóhann Helgi Hannesson og Hannes Indriði Kristjánsson. Viðkomandi hafa staðfest að þeir muni taka lóðina og hafa skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 10-12 við Hrísmóa til Jóhanns Helga Hannessonar og Hannesar Indriða Kristjánssonar.

12.Kjarnavegur - framkvæmdaleyfi fyrir útivistarstíg

Málsnúmer 2023040182Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2023 þar sem Tómas Björn Hauksson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólreiðastíg meðfram Kjarnavegi.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

13.Laufásgata 1 - ítrekun á beiðni um riftun samkomulags um viðbyggingu Strandgötu 53

Málsnúmer 2022111446Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Arnars Sigfússonar dagsett 23. nóvember 2022 f.h. Óss ehf. sem er annar lóðarhafi Laufásgötu 1. Í erindinu er farið fram á að viðbygging við Strandgötu 53 sem nær inn á lóð Laufásgötu 1 verði fjarlægð þar sem bráðabirgðaleyfi var veitt fyrir byggingunni árið 1967.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja viðbrögð eigenda viðbyggingarinnar við ósk um niðurrif hennar.

14.Skólastígur 11 - umsókn um merkingu bílastæðis

Málsnúmer 2023030511Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2023 þar sem Björn Sigurðsson óskar eftir að bílastæði meðfram lóðum nr. 7-13 við Skólastíg verði merkt sem bílastæði fyrir íbúa.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Fylgiskjöl:

15.Glerárgata - umsókn um skilti

Málsnúmer 2023030480Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2023 þar sem Reimar Helgason f.h. Íþróttafélagsins Þórs sækir um leyfi fyrir auglýsingaskilti við Glerárgötu. Um er að ræða ljósaskilti, 28,4 m² á 8,3 m háu stálmastri.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir uppsetningu ljósaskiltis að sömu stærð og með sömu kvöðum og ljósaskilti við Þingvallastræti. Er leyfi veitt tímabundið til eins árs í senn þar til nýtt deiliskipulag fyrir Akureyrarvöll hefur tekið gildi.Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.


Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Samkvæmt gildandi Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar eru fletti- og ljósaskilti óheimil í miðbæ Akureyrar. Því hefði verið rétt með ásýnd, umferðaröryggi og ljósmengun í huga að hafna þessari beiðni um stækkun og breytingu á skilti.

16.Hvítbók um samgöngumál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023030744Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að hvítbók um samgöngumál ásamt umhverfismatsskýrslu sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er veittur til 21. apríl 2023.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 29. mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir eftirfarandi umsögn:


Í kafla 2.2 eru skilgreind 20 lykilviðfangsefni næstu ára í samgöngumálum og er þar m.a. fjallað um eflingu almenningssamgangna um allt land. Öflugt innanlandsflug er í dag mikilvæg forsenda byggðar á landinu og að mati skipulagsráðs Akureyrarbæjar ætti innanlandsflug að teljast hluti almenningssamgangna.

Ferðaþjónusta skipar sífellt stærri sess í efnahagslífi landsins og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að dreifa ferðamönnum betur um landið en nú er. Til að það sé hægt er æskilegt að Akureyrarflugvöllur verði sérstaklega skilgreindur sem mikilvæg gátt inn í landið.

Þrátt fyrir að stefnt sé að orkuskiptum er líklegt að jarðefnaeldsneyti muni áfram skipa stóran sess í samgöngum á næstu árum og er að mati skipulagsráðs nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að jafna eldsneytiskostnað.

Ferjur eru hluti af þjóðvegakerfi landsins og nauðsynleg lífæð fyrir byggðalög eins og Hrísey og Grímsey en það kemur ekki nægjanlega skýrt fram í stefnunni.

Til að samgöngur milli landshluta virki sem ein heild er mikilvægt að mismunandi samgöngur tengist vel saman, t.d. ferjusiglingar, landsbyggðarstrætó, innanlandsflug, innanbæjarstrætó o.s.frv, og væri æskilegt að það yrði ávarpað í stefnunni.

17.Skipulagsráðgjafar - skilyrði um hæfi

Málsnúmer 2023040075Vakta málsnúmer

í 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kveðið á um skilyrði sem aðilar þurfa að uppfylla til að vera heimilt að sinna gerð skipulagsáætlana. Skipulagsstofnun heldur úti lista yfir þá aðila sem uppfylla slík skilyrði.

Er það stefna Akureyrarbæjar að frá og með 1. júní 2023 verði einungis tekið á móti skipulagsáætlunum sem unnar eru af aðilum sem eru á umræddum lista.
Skipulagsráð samþykkir að setja þau skilyrði að þeir aðilar sem skila inn skipulagsáætlunum til Akureyrarbæjar séu á lista Skipulagsstofnunar yfir aðila sem hafa réttindi til skipulagsgerðar.

18.Krákustígur 1 - stjórnsýslukæra vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Norður-Brekku

Málsnúmer 2023040101Vakta málsnúmer

Lögð fram kæra Lögmannsstofu Norðurlands dagsett 3. apríl 2023 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytingar á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Krákustígs 1 (áður Oddeyrargata 4B).
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn um kæruna í samráði við lögmann og senda úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ásamt öðrum gögnum sem málinu tengjast.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 909. fundar, dagsett 30. mars 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:11.