Skipulagsnefnd

129. fundur 16. desember 2011 kl. 16:00 - 18:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri byggingareftirlits
Dagskrá

1.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um deiliskipulag Drottningarbrautarreits lagði fram tillögu að deiliskipulagi dagsetta 16. desember 2011 og unna af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta. Einnig fylgir greinargerð dagsett 16. desember 2011 og hljóðskýrsla dagsett 16. desember 2011 frá Mannviti ehf.

Meirhluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingaruppdrætti af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins og hljóðskýrslu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur S. Helgason L-lista óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn tillögunni þar sem hann telur að leyfð hæð húsa á lóðum A2 - A12 sé of mikil. Að öðru leyti er hann sammála tillögunni.

2.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags (SN090099)

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu dagsetta 14. desember 2011 unna af Kollgátu ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um lýsinguna.

3.Hafnarsvæði í Krossanesi - breyting á deiliskipulagi, Krossanes 4

Málsnúmer 2011090003Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi var auglýst frá 2. nóvember til 15. desember 2011.
Bæjarstjórn samþykkti 17. febrúar 2009 deiliskipulagið Krossaneshagi - C áfangi - en það nær að hluta til inn á skipulagssvæði Krossaneshagi - B áfanga. Breytingaruppdráttur var ekki gerður þá og er sú breyting innfærð hér með á meðfylgjandi breytingaruppdrætti dagsettum 16. desember 2011.
Umsögn barst frá Skipulagsstofnun dagsett 21. nóvember 2011 sem gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við umhverfismat deiliskipulagsbreytingarinnar. Hinsvegar minnir Skipulagsstofnun á að gæta þarf þess að í skilmálum deiliskipulagsbreytingarinnar séu sett ákvæði sem tryggja niðurstöðu umhverfisskýrslunnar s.s. vegna byggingar sýrujöfnunartanks, staðsetningar nýrrar fráveitulagnar og geymslu meira magns af fosfórsýru.
Ein athugasemdir barst frá Hafnarsamlagi Norðurlands bs. dagsett 13. desember 2011 sem varðar fjóra liði deiliskipulagstillögunnar:
a) Óskað er eftir að kvöð um gönguleið við grjótgarð verði felld niður.
b) Óskað er eftir að kvöð um girðingu innan lóðar verði felld niður.
c) Óskað er eftir að texta í greinargerð um grjótgarð verði lítillega breytt.
d) Óskað er eftir að texta í umhverfisskýrslu verði breytt í samræmi við ofangreint og að leiðréttingar verði gerðar á texta í skýrslunni þannig að talað verði um hafnarsvæði í stað iðnaðarsvæðis.

Tekið er tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.

Tekið er tillit til athugasemda Hafnarsamlags Norðurlands bs. nema liðar b og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edward Hákon Huijbens V-lista óskar bókað að hann telur að kvöð um gönguleið eftir varnargarðinum eigi að vera inni í deiliskipulaginu.
 

4.Hofsbót - Torfunefsbryggja

Málsnúmer 2011080060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2011 þar sem hafnarstjóri f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 630371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 20 metra lengingu á grjótgarði í Hofsbót. Sjá nánar í meðfylgjandi bréfi.Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lengingu á grjótgarði um 20 metra sem er í samræmi við breytingar sem gerðar hafa verið á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.Edward Hákon Huijbens V-lista óskar bókað að hann sé á móti framkvæmdinni þar sem hugsa þarf reitinn í heild sinni með gömlu bryggjunni.

Edward Hákon Huijbens V-lista fór af fundi kl. 18:00

5.Akureyrarflugvöllur - gerð flughlaðs, beiðni um umsögn

Málsnúmer 2011120041Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. desember 2011 frá Þóroddi F. Þóroddssyni f.h. Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við gerð flughlaðs við Akureyrarflugvöll skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 23. desember 2011.

Skipulagsnefnd telur að umfang uppfyllinga sé samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi svæðisins og gerir því ekki athugasemd við skýrslu ISAVIA og tilkynningu um gerð flughlaðs á Akureyrarflugvelli og telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

6.Bjarmastígur 3 og Oddeyrargata 11 - afmörkun lóða

Málsnúmer 2008070009Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 17. nóvember sl. óskuðu eigendur að Bjarmastíg 3 eftir að leigulóð þeirra og bæjarins verði mæld upp og nýr lóðarsamningur gerður með vísan til raunverulegrar notkunar. Þann 25. nóvember óskaði lóðarhafi Oddeyrargötu 11 eftir því að lóðin verði mæld upp og nýr lóðarsamningur verði gerður með vísan til raunverulegrar notkunar.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna breytingu á lóðunum og felur lóðarskrárritara að útbúa nýja afmörkun á lóðunum og nýja lóðasamninga.

7.Skipulags- og framkvæmdamál

Málsnúmer 2011030154Vakta málsnúmer

Eiður Matthíasson íbúi í Kjarnagötu 28, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og kom með nokkrar ábendingar og spurningar:
a) Spurðist fyrir um tengingu Skógarlundar og Miðhúsabrautar um Brálund og lagði áherslu á mikilvægi þess að hún yrði að veruleika.
c) Spurði hvort ekki væri hætt við að byggja á lóðum sunnan Naustaskóla og hvort ekki mætti moka yfir grunna sem á þeim væru.
d)Stakk upp á því að sundlaug yrði byggð í Naustahverfi, t.d. á þeirri lóð þar sem til stóð að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
e) Lýsti óánægju sinni með stækkun á verslun ÁTVR vegna staðsetningar verslunarinnar.
f) Spurði hver staðan væri varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut og lýsti ánægju sinni með þær.

Svar við fyrirspurn:

a) Beðið er eftir úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi tengingar götunnar við Miðhúsabraut var kært.

c) Nokkrum lóðum hefur verið úthlutað á þessu svæði og eru hafnar framkvæmdir á sumum þeirra og eru þær því ekki lengur á ábyrgð Akureyrarbæjar. Aðrar lóðir á svæðinu eru auglýstar til úthlutunar.

d) Gefur ekki tilefni til svars.

e) Gefur ekki tilefni til svars.

f) Bæjarstjórn samþykkti nýverið deiliskipulag við Dalsbraut og nágrenni og er tillagan nú í yfirferð hjá Skipulagsstofnun vegna staðfestingar deiliskipulagsins.

8.Jaðarsíða 11-15 umsókn um lóð

Málsnúmer 2011120065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Baldur Sigurðsson f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, og Hafsteinn Sveinsson f.h. Karólínu ehf, kt.660795-2439, sækja um lóð nr. 11-15 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Arion banka hf.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

9.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. nóvember 2011. Lögð var fram fundargerð 375. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. desember 2011. Lögð var fram fundargerð 376. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. desember 2011. Lögð var fram fundargerð 377. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.