Fjárhagsáætlun 2011 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2010090135

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 73. fundur - 29.09.2010

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 74. fundur - 11.10.2010

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 77. fundur - 08.12.2010

Farið yfir áður samþykkt drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð með hliðsjón af umræðum frá fundi bæjarráðs 27. nóvember sl.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 88. fundur - 01.06.2011

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til apríl 2011 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindadeild.

Samfélags- og mannréttindaráð - 92. fundur - 21.09.2011

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til ágúst 2011 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindadeild.

Samfélags- og mannréttindaráð - 93. fundur - 05.10.2011

Rætt um stöðu fjárhagsáætlunar samfélags- og mannréttindadeildar. Vegna afleysinga í veikindaforföllum stefnir í að launakostnaður verði kr. 2.140.000 hærri en áætlað var og því er óskað eftir auknu fjármagni til að mæta því. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags og mannréttindaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 101. fundur - 01.02.2012

Lagt fram rekstraryfirlit ársins 2011 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar starfsfólki fyrir ráðdeild í rekstri deildarinnar.