Öldungaráð

31. fundur 11. október 2023 kl. 13:00 - 15:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjálmar Pálsson formaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Hallgrímur Gíslason fulltrúi ebak
  • Sigurður Kjartan Harðarson fulltrúi ebak
  • Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson rekstrarstjóri ritaði fundargerð
  • Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Sigurður Kjartan Harðarson fulltrúi EBAK sat fundinn í forföllum Úlfhildar Rögnvaldsdóttur.

1.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023090345Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. september 2023:

Velferðarráð vísar drögum að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar til öldungaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði og Bergdís Bjarkadóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu sátu fund öldungaráðs undir þessum lið.
Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við drögin að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

2.Stuðningsþjónusta Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023040737Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði og Bergdís Bjarkadóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu kynntu stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar Bergdísi og Karólínu fyrir kynninguna.

3.Gott að eldast - áskorun um þátttöku í skilgreindu þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 2023030277Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði og Bergdís Bjarkadóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu sátu fund öldungaráðs undir þessum lið.
Farið var yfir ástæður þess að Akureyrarbær er ekki eitt af þátttökusveitarfélögunum í verkefninu Gott að eldast. Öldungaráð þakkar Bergdísi og Karólínu fyrir skýr svör og greinargóðar upplýsingar.

4.Virk efri ár

Málsnúmer 2022081092Vakta málsnúmer

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála sagði frá verkefninu Virkum efri árum og hvað sé á döfinni.

5.Lýðheilsustyrkur

Málsnúmer 2023100494Vakta málsnúmer

Umræður um lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara.

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar beina því hér með til bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.

Markmið styrksins er að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.

Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.

Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.

Fulltrúar öldungaráðs og EBAK munu fúslega aðstoða við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins ef og þegar þess verður óskað.

Vísað áfram til fræðslu- og lýðheilsuráðs.

6.Málþing um umhverfis- og loftslagsmál 4. nóvember

Málsnúmer 2023100112Vakta málsnúmer

AkureyrarAkademían í samstarfi við Akureyrarbæ stendur fyrir málþingi um umhverfis- og loftslagsmál þann 4. nóvember 2023 milli kl. 14:00 og 17:00. Óskað er eftir því að öldungaráð Akureyrarbæjar tilnefni fulltrúa í pallborð á málþinginu.
Öldungaráð tilnefnir Hallgrím Gíslason, fulltrúa EBAK, sem sinn fulltrúa í pallborði á málþinginu.

Fundi slitið - kl. 15:00.