Þjónustumiðstöð fyrir eldra fólk að Þursaholti 4 - aðkoma Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021102306

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 17. fundur - 08.11.2021

Erindi dagsett 18. október 2021 frá Hallgrími Gíslasyni formanni EBAK vegna húsnæðismála fyrir eldri borgara tengt uppbyggingu í Holtahverfi.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í heimaþjónustu A tóku þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Öldungaráð tekur undir það sem kemur fram í bréfi EBAK, varðandi þjónustumiðstöð í Holtahverfi. Jafnframt vill ráðið benda á að nauðsynlegt sé, að þegar útlit er fyrir fjölmennt hverfi eldri borgara þá sé horft heildstætt á uppbyggingu þjónustu bæjarins t.d. hvað varðar leiguíbúðir fyrir eldri borgara, almenningssamgöngur, útivist o.fl.

Bæjarráð - 3747. fundur - 11.11.2021

Erindi dagsett 18. október 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri reifar möguleika á aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk að Þursaholti 4.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Gunnar Gíslason og Sóley Björk Stefánsdóttir viku af fundi kl. 11:26.