Öldungaráð

3. fundur 02. september 2019 kl. 09:00 - 10:40 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs kynnti velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar Laufeyju fyrir kynninguna.

Öldungaráð leggur áherslu á að ráðið fái aðkomu að allri stefnumótun og útfærslu á aðgerðaáætlunum er snúa að eldri borgurum.

Lagt er til að haldinn verði samráðsfundur á milli öldungaráðs og velferðarráðs um málefni eldri borgara.

Einnig er lagt til að farið verði í endurskoðun á velferðarstefnu Akureyrarbæjar.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - samráð öldungaráðs og bæjarráðs

Málsnúmer 2019050217Vakta málsnúmer

Formaður og varaformaður gerðu grein fyrir fundi sem þau sátu með bæjarráði þann 6. júní sl.
Öldungaráð ítrekar að tekið verði tillit til tillagna sem lagðar voru fram á fundinum með bæjarráði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

3.Er gott að eldast á Norðurlandi - málþing 10. október 2019

Málsnúmer 2019080500Vakta málsnúmer

10. október nk. verður haldið málþing með yfirskriftinni "Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri". Að málþinginu standa SAk, HA, HSN og Akureyrarbær.

Undirbúningshópur málþingsins vill kanna hvort fulltrúi öldungaráðs vill vera með 15 mínútna erindi af sýn aldraðra á að eldast á Akureyri.
Öldungaráð fagnar því að málþingið verði haldið og mun bregðast við erindinu með jákvæðum hætti.

Fundi slitið - kl. 10:40.