Öldungaráð

4. fundur 15. júní 2016 kl. 14:00 - 15:15 Rósenborg - fundarherbergi samfélagssviðs 2. hæð (austur)
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Sigurður Hermannsson varaformaður
  • Gunnar Gíslason
  • Arnheiður Kristinsdóttir
  • Anna G Thorarensen
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Arnheiður Kristinsdóttir sat fundinn í forföllum Halldórs Gunnarssonar

1.Leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar

Málsnúmer 2016050033Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson framkvæmdastjóri framkvæmdadeildar, Rúna Ásmundsdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs Akureyrar mættu á fundinn og kynntu vinnu við endurskoðun nýs leiðarkerfis SVA.
Öldungaráðið þakkar kynninguna. Ráðið er ánægt með flestar breytingar sem gerðar hafa verið frá núverandi kerfi og fyrri tillögum. Mælt er með kannaðir verði kostir þess að bæta einum vagni við núverandi bílakost og geta þannig bætt þjónustu, t.d. hvað varðar akstur í Kjarnaskóg, Krossanesborgir og á flugvöll. Ráðið felur Sigríði að koma á framfæri skoðunum og nokkrum ábendingum sem fram komu á fundinum.

2.Næstu fundir og umræðuefnið

Málsnúmer 2019020301Vakta málsnúmer

Rætt um starf ráðsins frá hausti. Fram komu ýmsar hugmyndir um fundarefni og heimsóknir í stofnanir.

Fundi slitið - kl. 15:15.