SVA - nýtt leiðakerfi 2016

Málsnúmer 2016050033

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 328. fundur - 06.05.2016

Farið yfir úttekt Eflu verkfræðistofu vegna vinnu við endurskoðun á leiðakerfi SVA og rætt um íbúafund sem haldinn var í Hofi mánudaginn 2. maí sl.

Framkvæmdaráð - 329. fundur - 20.05.2016

Farið yfir vinnu við endurskoðun á leiðakerfi SVA.

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Rúnu fyrir kynninguna.

Framkvæmdaráð - 330. fundur - 14.06.2016

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Eflu og Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu vinnu við endurskoðun á leiðakerfinu.
Framkvæmdaráð þakkar Rúnu Ásmundsdóttur fyrir yfirferðina og fagnar mikilli þátttöku bæjarbúa í vinnunni.

Framkvæmdaráð felur starfshópnum að vinna áfram að nánari útfærslu á kynntri tillögu á leiðakerfinu og kostnaðargreina fyrirhugaðar breytingar.

Öldungaráð - 4. fundur - 15.06.2016

Helgi Már Pálsson framkvæmdastjóri framkvæmdadeildar, Rúna Ásmundsdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs Akureyrar mættu á fundinn og kynntu vinnu við endurskoðun nýs leiðarkerfis SVA.
Öldungaráðið þakkar kynninguna. Ráðið er ánægt með flestar breytingar sem gerðar hafa verið frá núverandi kerfi og fyrri tillögum. Mælt er með kannaðir verði kostir þess að bæta einum vagni við núverandi bílakost og geta þannig bætt þjónustu, t.d. hvað varðar akstur í Kjarnaskóg, Krossanesborgir og á flugvöll. Ráðið felur Sigríði að koma á framfæri skoðunum og nokkrum ábendingum sem fram komu á fundinum.

Framkvæmdaráð - 333. fundur - 09.08.2016

Farið yfir minnisblað Eflu verkfræðistofu, dagsett 8. júlí s.l. og rætt um kostnað vegna breytinganna og kynntar tillögur um merkingar á strætisvögnum

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur frá Eflu kynnti nýjustu hugmyndir um nýtt leiðakerfi SVA.

Framkvæmdaráð leggur til að leiðakerfi verði breytt í september en aksturstími verði óbreyttur á þessu ári.

Bæjarráð - 3517. fundur - 11.08.2016

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Eflu og Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu tillögu að nýju leiðakerfi SVA.