Málsnúmer 2023040631Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 24. júní 2024:
Kristín Jóhannesdóttir kynnti minnisblað um stöðuna á skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar. Þar sem ár er að verða liðið af tilraunaverkefni um skráningardaga þurfti að taka ákvörðun um framhaldið.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasardóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að skráningardagar verði áfram í leikskólum Akureyrarbæjar með sama sniði og verið hefur, með fyrirvara um breytingar á forsendum, t.d. vegna kjarasamninga og ákvæða um styttingu vinnuviku. Málinu vísað til bæjarráðs til samþykktar.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista sat fundinn í forföllum Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur.