Ungmennaráð

43. fundur 04. september 2023 kl. 16:00 - 18:15 Rósenborg - fundarsalur á 4. hæð
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir umsjónarmaður
Dagskrá

1.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Farið var yfir atburði frá síðasta fundi. Hugmyndin um að ungmennaráðið myndi skrifa skýrslu um síðasta starfsár var kynnt fyrir ráðinu og ákveðið að skýrslan yrði kláruð fyrir næsta fund. Felix sagði frá UMFÍ ráðstefnunni sem hann tók þátt í.

2.Kynning fyrir ungmennaráði

Málsnúmer 2021041035Vakta málsnúmer

Rut Jónsdóttir og Ísak Már Jóhannesson frá umhverfis- og mannvirkjasviði kynntu stefnu Akureyrarbæjar í loftslagsmálum. Hugmyndin kviknaði í tengslum við málþing um umhverfis- og loftslagsmál sem haldið verður í Hofi 4. nóvember næstkomandi, þar sem nokkrir fulltrúar ungmennráðs munu taka þátt í pallborðsumræðum. Mjög góðar umræður sem mynduðust á kynningunni.

3.Barnvænt sveitarfélag

Málsnúmer 2021101490Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð fól Karen Nóadóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags og Bjarka Ármanni Oddssyni forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að aðlaga gátlista varðandi barnvænt hagsmunamat vegna barnvæns sveitarfélags sem tekinn yrði fyrir í lok hvers fundar fræðslu- og lýðheilsuráðs. Um er að ræða tilraunaverkefni til loka árs 2023. Karen kynnti gátlistann fyrir ungmennaráði og fór yfir fyrirkomulagið.

4.Samningur um lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf

Málsnúmer 2023091138Vakta málsnúmer

Karen kynnti drög að samningi við Bergið headspace um lágþröskuldaþjónustu við ungmenni. Til stendur að þjónustan opni eftir áramót.

5.Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Málsnúmer 2023090450Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar drög að reglum velferðarsviðs um börn og fjölskyldur þeirra. Þó nokkrar spurningar komu fram sem leitast var svara við til þjónustustjóra velferðarsviðs. Ungmennaráðið taldi svörin fullnægjandi en vildi hvetja Akureyrarbæ til markvissari fræðslu til allra fjölskyldumeðlima, sérstaklega horft til systkina, sem ekki endilega þurfa á sama úrræði að halda og barnið sem er í vanda. Var það bókað sérstaklega.

6.Reglur um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2023090452Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar drög að reglum velferðarsviðs um stuðningsfjölskyldur. Þó nokkrar spurningar komu fram sem leitast var svara við hjá þjónustustjóra velferðarsviðs. Ungmennaráðið taldi svörin fullnægjandi og engar athugasemdir voru við breytingarnar eða skjalið í heild.
Ungmennaráð bókar að það vilji hvetja Akureyrarbæ til markvissari fræðslu til allra fjölskyldumeðlima, sérstaklega horft til systkina, sem ekki endilega þurfa á sama úrræði að halda og barnið sem er í vanda.

7.Reglur um skammtímadvöl og frístundaþjónustu

Málsnúmer 2023090449Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar drög að reglum velferðarsviðs um skammtímadvöl og frístundaþjónustu. Þó nokkrar spurningar komu fram sem leitast var svara við hjá þjónustustjóra velferðarsviðs. Ungmennaráðið taldi svörin fullnægjandi og engar athugasemdir voru við breytingarnar eða skjalið í heild.

Fundi slitið - kl. 18:15.