Íþróttafélagið Þór - uppbygging á félagssvæði Þórs

Málsnúmer 2023031752

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 30. fundur - 24.04.2023

Erindi dagsett 28. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdarstjóra Þórs þar sem óskað er eftir að hefja formlegar samningaviðræður við Akureyrarbæ um framtíðaruppbyggingu og skipulag á íþróttasvæði Þórs.

Reimar Helgason framkvæmdarstjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Reimari Helgasyni fyrir komuna. Ráðið felur formanni fræðslu- og lýðheilsuráðs að boða til fundar með Íþróttafélaginu Þór.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 42. fundur - 27.11.2023

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 28. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs varðandi viðræður við Akureyrarbæ um framtíðaruppbyggingu og skipulag á Þórssvæðinu.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum í starfshópinn og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 43. fundur - 04.12.2023

Mál frá 42. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs. Fræðslu- og lýðheilsuráð fól sviðsstjóra að gera drög að erindisbréfi vinnuhóps vegna framtíðaruppbyggingar og skipulags á félagssvæði Þórs og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindisbréf vinnuhópsins.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð ræddi um þann formlega vinnuhóp sem setja á á laggirnar í tengslum við framtíðaruppbyggingu á Þórssvæðinu. Ráðið tilnefndi Felix Hrafn Stefánsson sem fulltrúa ráðsins í þann vinnuhóp. Ráðið ræddi um mikilvægi þess að aðstaðan þyrfti að vera almennileg fyrir iðkendur og að best væri ef allar íþróttir sem Þór býður upp á væru á Þórssvæðinu en ekki dreift um bæinn eins og staðan er í dag.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 53. fundur - 27.05.2024

Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynntu stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og uppbyggingu á félagssvæði Þórs.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.


Fræðslu- og lýðheilsuráð - 54. fundur - 10.06.2024

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar samningi til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3852. fundur - 13.06.2024

Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 10. júní 2024:

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.

Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar samningi til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrir sitt leyti samning við Íþróttafélagið Þór og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá og óskar bókað:

Það er hafið yfir allan vafa að útiæfingaaðstaða fyrir yngri iðkendur knattspyrnu á Þórssvæðinu er óviðunandi og hægt að færa rök fyrir því að bregðast hefði átt við mun fyrr. Sit hjá undir málinu í dag og tek afstöðu á bæjarstjórnarfundi í næstu viku þegar tími hefur gefist til að rýna í gögn sem lágu ekki fyrir fyrir fundinn. Þ.e. hvað þessi framkvæmd þýðir fyrir framkvæmdaáætlun næstu ára og fjármögnun hennar og vísa þá til 21. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

Bæjarstjórn - 3548. fundur - 18.06.2024

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. júní 2024:

Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 10. júní 2024:

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.

Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar samningi til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrir sitt leyti samning við Íþróttafélagið Þór og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá og óskar bókað: Það er hafið yfir allan vafa að útiæfingaaðstaða fyrir yngri iðkendur knattspyrnu á Þórssvæðinu er óviðunandi og hægt að færa rök fyrir því að bregðast hefði átt við mun fyrr. Sit hjá undir málinu í dag og tek afstöðu á bæjarstjórnarfundi í næstu viku þegar tími hefur gefist til að rýna í gögn sem lágu ekki fyrir fyrir fundinn. Þ.e. hvað þessi framkvæmd þýðir fyrir framkvæmdaáætlun næstu ára og fjármögnun hennar og vísa þá til 21. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

Hlynur Jóhannson kynnti.

Til máls tóku Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sif Jóhannesar Ástudóttir, Jón Hjaltason, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Sunna Hlín Jóhannesardóttir, Heimir Örn Árnason, Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson og Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum framlagðan samning við íþróttafélagið Þór um uppbyggingu gervigrassvæðis á félagssvæði Þórs.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir sitja hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óska bókað:

Það er brýn þörf á að bæta æfingaaðstöðu barna í knattspyrnu á Þórssvæðinu og hefur verið lengi. Því ætti það að vera auðveld ákvörðun að samþykkja þennan samning í dag en tímalína framkvæmdanna, í samhengi við aðrar framkvæmdir, veldur áhyggjum.Við teljum of mikið færst í fang á of stuttum tíma með íþyngjandi lántöku í háu vaxtaumhverfi. Meðal þeirra fjölda verkefna sem eru nú þegar á áætlun eru bygging nýs leikskóla, síðustu áfangar gagngerra endurbóta á Glerárskóla, nýr þjónustukjarni, kostnaðarhlutdeild í stækkun á VMA, ný vélageymsla í Hlíðarfjalli, endurbætur á innilaug Sundlaugar Akureyrar, framkvæmdir við félagsaðstöðu og stúku á KA-svæði, uppbygging á inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar og síðast en ekki síst nauðsynlegar endurbætur á fasteignum Akureyrarbæjar sem hýsa Hjúkrunarheimilið Hlíð en ekki er hægt að sjá að gert hafi verið ráð fyrir þeim í framkvæmdaáætlun. Allt góð verkefni, sem engu að síður verða að rúmast innan raunhæfs fjárhagsramma, auk annarra nauðsynlegra verkefna sem hafa ekki ratað inn í fjárhagsáætlun þessa meirihluta eða hafa færst aftar í forgangsröðuninni.