Íþróttafélagið Þór - beiðni um samningaviðræður

Málsnúmer 2023031752

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 30. fundur - 24.04.2023

Erindi dagsett 28. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdarstjóra Þórs þar sem óskað er eftir að hefja formlegar samningaviðræður við Akureyrarbæ um framtíðaruppbyggingu og skipulag á íþróttasvæði Þórs.

Reimar Helgason framkvæmdarstjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Reimari Helgasyni fyrir komuna. Ráðið felur formanni fræðslu- og lýðheilsuráðs að boða til fundar með Íþróttafélaginu Þór.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 42. fundur - 27.11.2023

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 28. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs varðandi viðræður við Akureyrarbæ um framtíðaruppbyggingu og skipulag á Þórssvæðinu.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum í starfshópinn og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 43. fundur - 04.12.2023

Mál frá 42. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs. Fræðslu- og lýðheilsuráð fól sviðsstjóra að gera drög að erindisbréfi vinnuhóps vegna framtíðaruppbyggingar og skipulags á félagssvæði Þórs og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindisbréf vinnuhópsins.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð ræddi um þann formlega vinnuhóp sem setja á á laggirnar í tengslum við framtíðaruppbyggingu á Þórssvæðinu. Ráðið tilnefndi Felix Hrafn Stefánsson sem fulltrúa ráðsins í þann vinnuhóp. Ráðið ræddi um mikilvægi þess að aðstaðan þyrfti að vera almennileg fyrir iðkendur og að best væri ef allar íþróttir sem Þór býður upp á væru á Þórssvæðinu en ekki dreift um bæinn eins og staðan er í dag.