Skipulagsráð

426. fundur 26. júní 2024 kl. 08:15 - 09:10 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Hjaltason
  • Grétar Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista sat fundinn í forföllum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.

1.Skarðshlíð 46 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024060825Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2024 þar sem að Ágúst Hafsteinsson fh. FÉSTA óskar eftir að breyta deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 46. Breytingin felst í því að búa til nýjan byggingarreit fyrir nýtt hús á austurhlið lóðarinnar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.

2.Háskólinn á Akureyri - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024061364Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júní 2024 þar sem að Hólmar Erlu Svansson fh. Háskólans á Akureyri sækir um byggingarleyfi fyrir bráðarbirgðahúsnæði til að bregðast við húsnæðisvanda Háskólans á Akureyri.
Skipulagsráð telur að innkomin tillaga sé í samræmi við gildandi deiliskipulag og vísar málinu til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

3.Norðurtangi 5 - óveruleg deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024061351Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2024 þar sem að Rögnvaldur Harðarson fh. Rafeyrar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hjólageymslu sem nær út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við erindið. Jafnframt óskar skipulagsráð eftir að sett verði inn kvöð um lóðarafmörkun á lóðarmörkum til vesturs meðfram Glerá.

4.Hafnarstræti 38 - umsókn um lóð/breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024060933Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem að Þorgeir Jónsson fh. Höfða ehf. fatalitun/þvottahús sækir um óskilgreinda lóð norðan við Hafnarstræti 36. Einnig er sótt um leyfi til að fara í vinnu við að deiliskipuleggja lóðina.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

5.Lækjargata 13 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024061055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2024 þar sem að Gabríel Snær Völuson óskar eftir upplýsingum um hvort lóðin Lækjargata 13 sé laus eða hvenær Akureyrarbær hafi hugsað sér að bjóða hana út og hvað verðið á henni verði þegar að því kemur.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðin er ekki laus til úthlutunar.

6.Dalvíkurlína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024011003Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 18. janúar 2024 þar sem að Friðrika Marteinsdóttir fh. Landsnets hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2.
Þar sem umsóknin er í samræmi við gildandi aðalskipulag samþykkir skipulagsráð erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Er samþykktin með fyrirvara um að jarðstrengurinn verði lagður með þeim hætti að hægt verði að framlengja Síðubraut til suðurs að Lögmannshlíðarvegi/Hlíðarfjallsvegi án þess að af því hljótist auka kostnaður fyrir Akureyrarbæ. Er skipulagsfulltrúa einnig falið að útbúa samning við Landsnet um eftirlit með framkvæmdunum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Hyrnuland 1 - breytt notkun

Málsnúmer 2024060924Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem að Jóhann Friðrik Ragnarsson fh. Í dag ehf. óskar eftir að fá að breyta frístundahúsi við Hyrnuland 1 í atvinnuhúsnæði.

Áætlað að leigja húsnæði út í skammtímaleigu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felst í að lóðin Hyrnuland 1 verði atvinnuhúsnæði í stað frístundahúss. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að hús á svæðinu eru þegar nýtt með sambærilegum hætti.

8.Hlíðaholt - ósk um að staðsetja 16m fjarskiptamastur

Málsnúmer 2024060972Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem að Sigurður Lúðvík Stefánsson fh. Íslandsturna sendistaða óskar eftir leyfi til að reisa 16m hátt fjarskiptamastur auk rafmagnskassa.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða betur við umsækjanda.

9.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2022110691Vakta málsnúmer

Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 tekinn fyrir að nýju hjá skipulagsráði.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leggja drögin fyrir HMS.

10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 971. fundar, dagsett 13. júní 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 972. fundar, dagsett 20. júní 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:10.