Týsnes 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022031359

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 860. fundur - 22.04.2022

Erindi dagsett 30. mars 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Byggingarfélagsins Stafnsins sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 8 við Týsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Samkvæmt skilmálum gildandi deiliskipulags fyrir C-áfanga Krossanesborga skal skipulagsráð fjalla um tillöguteikningar bygginga áður en þær eru fullhannaðar. Þá skal jafnframt leita umsagnar skipulagshönnuðar um fyrirhuguð byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um mat á því hvernig tillagan fellur að landhæðum og landslagi og sé auk þess góð byggingarlist til byggingarfulltrúa í samvinnu við skipulagshönnuð deiliskipulagsins.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 863. fundur - 12.05.2022

Erindi dagsett 30. mars 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Byggingarfélagsins Stafnsins sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 8 við Týsnes. Innkomnar nýjar teikningar 5. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.