Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

863. fundur 12. maí 2022 kl. 13:00 - 13:40 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Margrétarhagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022042900Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. apríl 2022 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd BF bygginga sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Langholt 27 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021081047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2021 frá Vigdísi Álfheiði Stefánsdóttur þar sem hún sækir um leyfi til að gera bílastæði og úrtak úr kantsteini við hús nr. 27 við Langholt samkvæmt meðfylgjandi ljósmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með að hámarki 7 metra úrtaki í kantstein á lóð með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

3.Hrafnabjörg 8 - umsókn um byggingarheimild

Málsnúmer 2022050224Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Kötlu Þorsteinsdóttur sækir um byggingarheimild fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Hrafnabjörg. Fyrirhugaðar eru endurbætur á þaki, gluggum, lögnum og breytt innra skipulag. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Matthíasarhagi 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022042664Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2022 þar sem Karl Hjartarson fyrir hönd Geirs Sigurðssonar og Stellu Bryndísar Karlsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýli á lóð nr. 4 við Matthíasarhaga. Innkomnar nýjar teikningar eftir Bjarna Reykjalín 11. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hlíðargata 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og bílskýli

Málsnúmer 2022050316Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Hallur Kristmundsson fyrir hönd Lækjarsels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hlíðargötu. Fyrirhugað er að einangra og klæða húsið að utan, taka skyggni yfir inngangi, bæta við bílskýli og steypa vegg á lóðamörkum við Oddeyrargötu 36. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hall Kristmundsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Helgamagrastræti 38 - fyrirspurn varðandi bílgeymslu

Málsnúmer 2022050315Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Hörpu Steingrímsdóttur og Vignis Más Þormóðssonar leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu við hús nr. 38 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

7.Týsnes 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022031359Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Byggingarfélagsins Stafnsins sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 8 við Týsnes. Innkomnar nýjar teikningar 5. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.