Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

860. fundur 22. apríl 2022 kl. 13:00 - 15:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Týsnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022031211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2022 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Þríforks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum á lóð nr. 2 við Týsnes. Byggingarnar eru geymsluhúsnæði merktar mhl.01 og mhl.02. Meðfylgjandi eru teikningar Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Týsnes 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022031359Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Byggingarfélagsins Stafnsins sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 8 við Týsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Kotárgerði 28 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2022041940Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2022 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Björns Davíðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 28 við Kotárgerði. Fyrirhugað er að steypa nýjar svalir og tröppur. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Ystibær-Miðbær 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi

Málsnúmer 2022031012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Sæmundar Sæmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir gestahús við Ystabæ - Miðbæ 2 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Ystibær-Miðbær 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi

Málsnúmer 2022031064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Skuggsjár sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Hafnarstræti 23B - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölgun íbúða

Málsnúmer 2022030672Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Grim apartments ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 23B við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar. Innkomnar nýjar teikningar 11. apríl 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Eignaskiptasamningur þarf að liggja fyrir áður en eignaskiptingin verður tilkynnt til Þjóðskrár.

Fundi slitið - kl. 15:00.