Staða innritunar í leikskóla og hjá dagforeldrum

Málsnúmer 2021023252

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 46. fundur - 01.03.2021

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir forstöðumaður þjónustu komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu innritunar í leikskóla og hjá dagforeldrum.

Rósa Njálsdóttir M-lista kom til fundar kl. 14:15.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 3. fundur - 07.02.2022

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi gerði grein fyrir stöðu innrituna í leikskólana.
Fræðslu- og lýðheilsuráð telur forgangsmál að leita leiða til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ráðið felur Karli Frímannssyni sviðsstjóra, Evu Hrund Einarsdóttur og Gunnari Má Gunnarssyni að gera tillögur að úrbótum og greina þann kostnað sem felst í þeim fyrir fund ráðsins þann 7. mars.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 6. fundur - 21.03.2022

Umræður um stöðu innritunar í leikskóla og hjá dagforeldrum.

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla, Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi, Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Therese Möller fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Brýn þörf er á fjölgun dagforeldra á Akureyri og felur fræðslu- og lýðheilsuráð sviðsstjóra að undirbúa beiðni um viðauka vegna sértækra aðgerða. Fræðslu- og lýðheilsuráð felur einnig sviðsstjóra að setja í forgang vinnu að tillögum um hvernig Akureyrarbær getur brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla til skemmri og lengri tíma.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 9. fundur - 09.05.2022

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikskóla Akureyrarbæjar haustið 2022.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Akureyrarbær hefur boðið foreldrum allra barna, sem sóttu um fyrir 1. febrúar 2022 og verða 12 mánaða fyrir 1. september 2022 leikskólapláss.

Fræðslu- og lýðheilsuráð telur gleðilegt að þrír aðilar hafi nú þegar sótt um leyfi til að gerast dagforeldrar í heimahúsum.


Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að halda kynningarfund um starfsumhverfi dagforeldra og þá hvata sem sveitarfélagið býður upp á.